Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
   mán 18. september 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Íslandsmeistari í 4. flokki aðeins fjórum dögum eftir fyrsta leik í Bestu
watermark
Mynd: KA
watermark Bríet Fjóla Bjarnadóttir í fyrsta leik sínum með Þór/KA
Bríet Fjóla Bjarnadóttir í fyrsta leik sínum með Þór/KA
Mynd: Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson
Bríet Fjóla Bjarnadóttir varð á dögunum yngsti leikmaður til að spila í efstu deild á þessari öld þegar hún kom inn á í 3-2 sigri Þórs/KA á Breiðabliki í Bestu deild kvenna.

Bríet er aðeins 13 ára gömul en hún fagnar ekki 14 ára afmæli sínu fyrr en í byrjun næsta árs.

Hún spilaði síðustu mínúturnar í sigri Þórs/KA og kom sér um leið í sögubækurnar.

Aðeins fjórum dögum síðar fagnaði hún Íslandsmeistaratitlinum með 4. flokki KA. Liðið vann Gróttu eftir vítakeppni þar sem Bríet gerði eina mark KA eftir venjulegan leiktíma áður en það vann 2-0 sigur á FH/ÍH í úrslitum í gær. Bríet skoraði fyrra mark KA í þeim leik.

Liðið lenti þá í öðru sæti á sænska fótboltamótinu Gothia-Cup.

Liðið getur kórónað frábæran árangur sinn í sumar á miðvikudag þegar það mætir Gróttu/KR í úrslitum bikarsins, en sá leikur er spilaður á Greifavelli á Akureyri.

Framtíðin er björt í kvennaboltanum fyrir norðan, það er deginum ljósara.

Sjá einnig:
13 ára spilaði í sigri á Blikum - Sú yngsta á þessari öld


Athugasemdir
banner
banner