Roma hefur staðfest að Ivan Juric hefur tekið við af Daniele De Rossi sem stjóri liðsins.
De Rossi var rekinn í morgun en hann hefur aðeins nælt í þrjú stig eftir fjórar umferðir eftir jafntefli gegn Genoa um síðustu helgi. Hann var ráðinn á síðustu leiktíð eftir að Jose Mourinho var látinn taka pokann sinn.
Juric er 49 ára gamall Króati. Hann var í þrígang stjóri Genoa en stýrði Hellas Verona síðast. Hann hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari hjá Inter og í kjölfarið aðstoðarþjálfari hjá Palermo.
Hann skrifar undir eins árs samning við Roma en fær ár til viðbótar ef honum tekst að tryggja liðinu Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.
Ivan Juric è il nuovo responsabile tecnico dell'#ASRoma
— AS Roma (@OfficialASRoma) September 18, 2024
???? https://t.co/pNTrbkqsmz pic.twitter.com/2yXIGsy2JM