Fyrsta umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í dag þegar Arsenal heimsækir Athletic Bilbao til Baskalands.
Mikel Arteta þjálfari Arsenal snýr þar á heimaslóðir þar sem hann er fæddur og uppalinn í héraðinu á nyrsta hluta Spánar.
Þessi félög hafa aðeins einu sinni áður mæst í sögunni, þegar Arsenal vann 3-0 í Emirates Cup æfingaleik í byrjun ágústmánaðar. Leikurinn í dag verður því fyrsti keppnisleikurinn á milli þessara tveggja liða.
Mikel Arteta þjálfari Arsenal snýr þar á heimaslóðir þar sem hann er fæddur og uppalinn í héraðinu á nyrsta hluta Spánar.
Þessi félög hafa aðeins einu sinni áður mæst í sögunni, þegar Arsenal vann 3-0 í Emirates Cup æfingaleik í byrjun ágústmánaðar. Leikurinn í dag verður því fyrsti keppnisleikurinn á milli þessara tveggja liða.
Bilbæingar eru án stjörnuleikmannsins Nico Williams sem varð fyrir meiðslum í leik með spænska landsliðinu nýlega og getur því ekki verið með í dag.
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, ferðaðist ekki með til Bilbao. Ödegaard fór af velli vegna meiðsla á öxl í sigrinum gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Bukayo Saka, Kai Havertz, Gabriel Jesus og Ben White eru að auki fjarri góðu gamni.
Declan Rice kemur inn í byrjunarliðið og þá eru góðar fréttir fyrir Arsenal að William Saliba er að stíga upp úr meiðslum og er meðal varamanna.
Byrjunarlið Athletic: Unai Simón; Gorosabel, Vivian, Paredes, Adama; Vesga, Jauregizar, Sancet; Inaki Williams, Berenguer, Robert Navarro.
Byrjunarlið Arsenal: Raya, Timber, Mosquera, Gabriel, Calafiori, Zubimendi, Rice, Merino, Eze, Madueke, Gyökeres.
(Varamenn: Arrizabalaga, Setford, Lewis-Skelly, Saliba, Hincapie, Nörgaard, Dowman, Nwaneri, Martinelli, Trossard)
Meistaradeildin í dag
16:45 PSV - St. Gilloise
16:45 Athletic Bilbao - Arsenal
19:00 Juventus - Dortmund
19:00 Tottenham - Villarreal
19:00 Real Madrid - Marseille
19:00 Benfica - Qarabag
Our UEFA @ChampionsLeague campaign starts here ????
— Arsenal (@Arsenal) September 16, 2025
???? Estadio de San Mámes, Bilbao pic.twitter.com/zVmiP5yaIs
???? ???????????????????????????????? ????
— Arsenal (@Arsenal) September 16, 2025
???? Timber and Calafiori continue at full-back
???? Rice returns
?? Madueke on the wing
Let's start as we mean to go on, Gunners ????
Athugasemdir