Newcastle fylgist vel með stöðu mála hjá Kobbie Mainoo hjá Manchester United og horfir í möguleikann á að fá hann í sínar raðir í janúar. Þetta kemur fram á talkSPORT.
Það hefur verið fjallað um að Mainoo hafi ólmur viljað fara í sumarglugganum til að fá meira að spila, en United kom í veg fyrir það.
Það hefur verið fjallað um að Mainoo hafi ólmur viljað fara í sumarglugganum til að fá meira að spila, en United kom í veg fyrir það.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, er sagður mikill aðdáandi Mainoo og gæti reynt að fá hann í janúar ef Mainoo verður áfram úti í kuldanum.
Mainoo kom inn á sem varamaður í tapleiknum gegn Manchester City á sunnudag og hefur ekki byrjað leik í úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Í umfjöllun talkSPORT segir að liðfélagar Mainoo séu furðu lostnir yfir því að Amorim hafi ekki meiri trú á enska miðjumanninum sem skoraði sigurmarkið gegn City í úrslitaleik enska bikarsins 2024 og byrjaði úrslitaleik EM fyrir rúmu ári síðan.
Athugasemdir