Daily Mail fjallar um það í dag að leikmenn Manchester United séu að missa trú á leikkerfi stjórans sem vill spila 3-4-3. Ruben Amorim ætlar ekki að breyta um leikkerfi en það hefur gengið mjög illa í deildinni frá því að hann tók við fyrir tæpu ári síðan.
Fleiri enskir miðlar fjalla um leikkerfið og Daily Mirror segir að Amorim sé að berjast um að halda trú leikmanna á sér eftir 3-0 tapið gegn City á sunnudag.
Fleiri enskir miðlar fjalla um leikkerfið og Daily Mirror segir að Amorim sé að berjast um að halda trú leikmanna á sér eftir 3-0 tapið gegn City á sunnudag.
Telegraph segir að stjórn United sé sammála því að þessi versta byrjun United á tímabili í 33 ár hafi sett skugga á sumar af bætingunum á liðinu.
Benfica er sagt hafa áhuga á því að fá Amorim í sínar raðir, Joao Noronha Lopes ætlar sér að verða forseti Benfica og vill fá Amorim aftur til Benfica, en þar lék Amorim á sínum ferli.
Athugasemdir