Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 10:30
Kári Snorrason
Juan Mata færir sig um set í Ástralíu
Juan Mata.
Juan Mata.
Mynd: Melbourne Victory
Spænski miðjumaðurinn Juan Mata hefur skrifað undir samning við ástralska félagið Melbourne Victory.

Hann var áður á mála hjá öðru áströlsku félagi, Western Sydney Wanderers, en þar þurfti hann að sætta sig við mikla bekkjarsetu.

Mata er nú orðinn 37 ára og lék 23 leiki með Western Sydney Wanderers en byrjaði einungis sjö, þrátt fyrir að vera ein stærsta stjarna áströlsku deildarinnar.

Spánverjinn gerði garðinn frægan í ensku úrvalsdeildinni, fyrst með Chelsea og síðar með Manchester United.

Mata hefur komið víða við eftir að hann yfirgaf Manchester United árið 2022. Hann hefur þá unnið deildartitla með Galatasary í Tyrklandi og Vissel Kobe í Japan.


Athugasemdir