Gríska félagið Panathinaikos hefur rekið þjálfarann Rui Vitória. Sverrir Ingi Ingason er leikmaður Panathinaikos en hann hefur ekki komið við sögu í neinum af átta leikjum liðsins á tímabilinu.
Sverrir var fastamaður í byrjunarliðinu í fyrra og spilaði alls 45 leiki fyrir liðið á síðasta tímabili.
Sverrir var fastamaður í byrjunarliðinu í fyrra og spilaði alls 45 leiki fyrir liðið á síðasta tímabili.
Aðeins tvær umferðir eru búnar í grísku úrvalsdeildinni en liðið er einungis með eitt stig. Panathinaikos tryggði sér í Evrópudeildina eftir að hafa farið í gegnum forkeppnina í sumar.
Vitória tók við Panathinaikos í októbermánuði í fyrra og endaði liðið í 2. sæti grísku úrvalsdeildarinnar.
Sverrir Ingi sagði nýverið í viðtali við Fótbolti.net að bekkjarsetan kæmi honum á óvart.
„Vissulega vonbrigði að ég sé ekki að spila. Ég spilaði gífurlega mikið í fyrra og átti kannski ekki von á því að þetta væri staðan í upphafi tímabils. En þetta er eins og fótbolti er, það er samkeppni í liðinu.“
Athugasemdir