Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, ferðaðist ekki með til Bilbao þar sem Athletic og Arsenal mætast í Meistaradeildinni klukkan 16:45.
Ödegaard fór af velli vegna meiðsla á öxl í sigrinum gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Bukayo Saka verður heldur ekki með í leiknum en hann hefur ekki spilað síðan hann meiddist aftan í læri í leik gegn Leeds þann 23. ágúst. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum.
Ödegaard fór af velli vegna meiðsla á öxl í sigrinum gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Bukayo Saka verður heldur ekki með í leiknum en hann hefur ekki spilað síðan hann meiddist aftan í læri í leik gegn Leeds þann 23. ágúst. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum.
Kai Havertz, Gabriel Jesus og Ben White eru að auki fjarri góðu gamni en William Saliba gæti snúið aftur.
Athugasemdir