Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 10:45
Kári Snorrason
Heimild: Fotbollskanalen 
Daníel Tristan: Kannski besta vika lífs míns
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Daníel Tristan Guðjohnsen var í fyrsta sinn í landsliðshóp á dögunum og segir hann vikuna með landsliðinu mögulega vera þá bestu í lífi hans.

Upprisa Daníels hefur verið hröð, ásamt þv´ hann skoraði jafnframt bæði mörk Malmö í 2-2 jafntefli gegn Elfsborg á sunnudag.

„Ég sit stundum heima og hugsa: „Hvað í fjandanum er að gerast?“ Ég veit samt að maður þarf líka að taka því rólega, hugsa um eitthvað allt annað og að vera auðmjúkur.“

Hann segir pabba sinn, Eið, vera stoltan og markmiðið sé að fara á HM.

„Hann er stoltur og ánægður með mig og það sem ég hef gert núna. En ég hef líka miklu meira í mér og ég vil fara lengra og spila í fleiri leikjum eins og þessum.“

„Við erum að fara á HM. Það er það sem við hugsum og viljum. Eftir þessa tvo leiki líður okkur eins og við getum farið þangað.“

Viðtalið við Daníel má sjá í heild sinni á Fotbollskanalen.

Athugasemdir
banner