Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 19. janúar 2014 22:08
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Hefur verið draumur að fara á svona mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ekkert sérstaklega sáttur með 3-2 tap sinna manna gegn Grindavík í Fótbolti.net mótinu í kvöld.

„Af okkur hálfu var þetta ekki góður leikur. Við vorum mjög daufir í fyrri hálfleiknum og spiluðum bara vondan leik. Aðeins meira líf í seinni hálfleiknum, en það var janúarbragur á þessu og langt frá frammistöðunni um síðustu helgi," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Breiðablik er að fara að taka þátt í sterku undirbúningsmóti í Portúgal þar sem FC Kaupmannahöfn verður meðal mótherja. Hvernig leggst mótið í Ólaf?

,,Miðað við þennan leik leggst það ekkert sérstaklega í mig. En ég er alveg rólegur, við erum að klára aðra viku af æfingum. Það hefði kannski verið hægt að vinna þennan leik og blekkja sig eitthvað, en það er kannski ágætt að svona slæm frammistaða sé tap, það hringir aðvörunarbjöllum hjá mönnum. Við vinnum bara í okkar málum og púslum þessu vonandi saman fyrir Portúgal. En fyrst og fremst snýst þetta um að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið," sagði Ólafur.

,,Það hefur verið draumur hjá mér að geta farið með liðið á svona mót erlendis á þessum tíma. Í samvinnu við Lúðvík Arnars hjá FH og hans ferðaskrifstofu komumst við á þetta mót. Við förum þarna á móti FH-ingunum og það verður gaman að sjá hvernig við stöndum á móti þessum liðum. Ég held að þetta fari í reynslubankann, ef við ætlum lengra með fótboltann á Íslandi í Evrópukeppninni, þá verðum við að spila svona leiki. Ég vona að við stöndum okkur þannig að íslenskum liðum verði boðið á svona mót í framtíðinni," sagði Ólafur.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner