Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   sun 19. janúar 2014 22:08
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Hefur verið draumur að fara á svona mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ekkert sérstaklega sáttur með 3-2 tap sinna manna gegn Grindavík í Fótbolti.net mótinu í kvöld.

„Af okkur hálfu var þetta ekki góður leikur. Við vorum mjög daufir í fyrri hálfleiknum og spiluðum bara vondan leik. Aðeins meira líf í seinni hálfleiknum, en það var janúarbragur á þessu og langt frá frammistöðunni um síðustu helgi," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Breiðablik er að fara að taka þátt í sterku undirbúningsmóti í Portúgal þar sem FC Kaupmannahöfn verður meðal mótherja. Hvernig leggst mótið í Ólaf?

,,Miðað við þennan leik leggst það ekkert sérstaklega í mig. En ég er alveg rólegur, við erum að klára aðra viku af æfingum. Það hefði kannski verið hægt að vinna þennan leik og blekkja sig eitthvað, en það er kannski ágætt að svona slæm frammistaða sé tap, það hringir aðvörunarbjöllum hjá mönnum. Við vinnum bara í okkar málum og púslum þessu vonandi saman fyrir Portúgal. En fyrst og fremst snýst þetta um að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið," sagði Ólafur.

,,Það hefur verið draumur hjá mér að geta farið með liðið á svona mót erlendis á þessum tíma. Í samvinnu við Lúðvík Arnars hjá FH og hans ferðaskrifstofu komumst við á þetta mót. Við förum þarna á móti FH-ingunum og það verður gaman að sjá hvernig við stöndum á móti þessum liðum. Ég held að þetta fari í reynslubankann, ef við ætlum lengra með fótboltann á Íslandi í Evrópukeppninni, þá verðum við að spila svona leiki. Ég vona að við stöndum okkur þannig að íslenskum liðum verði boðið á svona mót í framtíðinni," sagði Ólafur.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner