Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   sun 19. janúar 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Rebic hetja Milan - Larsen skoraði og lagði upp
Milan 3 - 2 Udinese
0-1 Jens Stryger Larsen ('6)
1-1 Ante Rebic ('48)
2-1 Theo Hernandez ('71)
2-2 Kevin Lasagna ('85)
3-2 Ante Rebic ('93)

AC Milan tók á móti Udinese í fyrsta leik dagsins á Ítalíu og komust gestirnir yfir snemma leiks.

Danski bakvörðurinn Jens Stryger Larsen skoraði þá eftir slæm mistök Gianluigi Donnarumma í marki Milan.

Heimamenn fengu færi til að jafna en voru undir þegar flautað var til leikhlés. Stefano Pioli skipti þá Ante Rebic inn fyrir Giacomo Bonaventura og jafnaði hann metin skömmu síðar.

Bakvörðurinn öflugi Theo Hernandez kom Milan yfir með glæsilegu skoti utan teigs og leiddu heimamenn þar til Kevin Lasagna jafnaði í lokin, eftir fyrirgjöf frá Stryger Larsen.

Þegar allt stefndi í jafntefli og komið var í uppbótartíma tók Rebic málin í sínar hendur. Hann náði þá að hleypa af skoti sem endaði í netinu þrátt fyrir að vera með hálfa vörn gestanna í sér.

Zlatan Ibrahimovic lék allan leikinn í liði Milan.

Þetta var annar sigur Milan í röð í deildinni og er liðið aðeins einu stigi frá Evrópusæti, með 28 stig eftir 20 umferðir.

Udinese er í neðri hluta deildarinnar, fjórum stigum eftir Milan.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner