Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. janúar 2021 22:35
Aksentije Milisic
Spánn: Markvörður Sevilla hetjan gegn Alaves
Hetjan í kvöld.
Hetjan í kvöld.
Mynd: Getty Images
Alaves 1 - 2 Sevilla
0-1 Youssef En-Nesyri ('3 )
1-1 Edgar Mendez ('12 )
1-2 Suso ('30 )
1-2 Joselu ('90 , Misnotað víti)

Síðasta leik dagsins í La Liga deildinni á Spáni var að ljúka en þar áttust við Deportivo Alaves og Sevilla.

Alaves er í fallbaráttu á meðan Sevilla er ofarlega á töflunni og það voru gestirnir sem byrjuðu leikinn betur.

Youssef En-Nesyri heldur áfram að skora fyrir Sevilla en hann hefur verið iðinn við kolann í vetur. Hann kom liðinu yfir strax á þriðju mínútu leiksins en stuttu siðar jafnaði Edgar Mendez metin fyrir Alaves.

Suso, fyrrverandi leikmaður Liverpool og AC Milan, kom Sevilla yfir þegar hálftími var búinn og Sevilla því yfir þegar flautað var til leikhlés.

Alaves fékk gullið tækfifæri til að jafna leikinn undir lok leiks þegar liðið fékk vítaspyrnu. Joselu steig á punktinn en hann lét Yassine Bounou verja frá sér.

Sevilla vann því leikinn og fer í fjórða sæti deildarinnar á meðan Alaves er einungis stigi frá fallsæti.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 31 16 9 6 51 29 +22 57
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 31 3 8 20 32 60 -28 17
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner
banner