Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. febrúar 2024 11:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju mætti Stjarnan ekki með sitt sterkasta lið norður?
Stjarnan fagnar marki síðasta sumar.
Stjarnan fagnar marki síðasta sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jökull stýrði liðinu ekki í gær þar sem hann er að taka UEFA Pro.
Jökull stýrði liðinu ekki í gær þar sem hann er að taka UEFA Pro.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stjarnan tapaði stórt gegn Þór á Akureyri í Lengjubikarnum í gær. Leikmenn úr 2. og 3. flokki Stjörnunnar fengu að spreyta sig í leiknum en aðeins tveir leikmenn sem spiluðu með liðinu í Bestu deildinni síðasta sumar spiluðu í leiknum; Sigurbergur Áki Jörundsson og Henrik Máni B. Hilmarsson.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var þá ekki á hliðarlínunni en Björn Berg Bryde sá um að stýra liðinu í Boganum.

Elsti leikmaður Stjörnunnar í gær er á 21. aldursári en tveir leikmenn fæddir árið 2008 voru í byrjunarliðinu.

Leikurinn endaði 5-1 fyrir Þór en úrslitin vöktu athygli, Þórsarar leika í Lengjudeildinni. Liðið sem Stjarnan stillti upp vakti ekki síður athygli en Fótbolti.net hafði samband við Helga Hrannarr Jónsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, og spurði hann út í leikinn í gær.

„Jökull er að taka UEFA Pro og hann var fastur í því. Þess vegna tóku Bjössi, Hákon og Rajko leikinn," sagði Helgi Hrannar við Fótbolta.net.

Stjarnan hefur áður lýst yfir óánægju með aðstæður í Boganum eftir að Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður félagsins, sleit krossband þar árið 2022. Umræða kviknaði um það í gær að félagið hefði ekki viljað taka áhættu með sína reyndari leikmenn í þessum leik, en Helgi Hrannarr segir ástæðuna fyrir liðsuppstillingunni í gær vera álag að undanförnu. Stjarnan er líka félag sem leggur áherslu á það að gefa yngri mönnum tækifæri.

„Við vorum að koma úr langri æfingaferð þar sem við spiluðum þrjá leiki. Það var bara þannig að hluti af hópnum fékk frí og aðrir fengu að spila þennan leik. Við horfum mjög náið á 2. flokkinn alltaf. Við höfum í þrjú, fjögur ár verið að horfa á 30+ manna æfingahóp og höfum gert þetta áður," segir Helgi.

Þórir Karlsson, þjálfari úr 2. flokki Stjörnunnar, var hluti af teyminu í gær en tengingin er sterk þarna á milli. Stjarnan hefur á undanförnum árum þróað marga efnilega leikmenn sem hafa verið seldir erlendis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner