Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. febrúar 2024 11:48
Elvar Geir Magnússon
Alvöru liðsmark hjá Víkingi - 22 sendingar og inn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valdimar Þór Ingimundarson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víking í Lengjubikarnum um helgina og það var alvöru liðsmark.

Víkingur birti myndband af markinu á samfélagsmiðlinum X en allir leikmenn liðsins komu við boltann áður en hann endaði í netinu.

„22 sendingar, allir leikmenn snerta boltann og Valdimar klárar þetta með stæl," stendur við færslu Víkings.

Íslands- og bikarmeistararnir unnu 4-1 sigur gegn Aftureldingu en Valdimar, sem kom frá Sogndal í Noregi, skoraði fjórða og síðasta mark Víkings.Víkingur R. 4 - 1 Afturelding
1-0 Helgi Guðjónsson ('15 )
2-0 Nikolaj Andreas Hansen ('58 )
3-0 Nikolaj Andreas Hansen ('60 )
4-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('68 )
4-1 Elmar Kári Enesson Cogic ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner