Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fös 19. júní 2020 23:19
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Halla Margrét um spána: Bara einn stór brandari
Lengjudeildin
Halla Margrét í leik með Víking
Halla Margrét í leik með Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Okkur finnst svona smá eins og við höfum bara tapað leiknum, en við verðum bara að taka það jákvæða, við fengum stig, fyrsta stig á töfluna og fyrsta stig í sögu Víkings" sagði Halla Margrét Hinriksdóttir markvörður Víkings eftir jafnteflið við ÍA í kvöld. Víkingur komst yfir á 31. mínútu en Skagakonur jöfnuðu í uppbótartíma.

"Gríðarlega svekkjandi að fá þetta á sig undir lokin, hefðum bara átt að klára leikinn fyrr og setja kannski 1-2 í viðbót. Við bara tökum það á koddann og gerum betur næst."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 ÍA

Víkingur teflir fram nýju liði í ár eftir að HK og Víkingur slitu samstarfi sínu eftir síðasta tímabil eftir 18 ára samstarf. Leikur kvöldsins var þó ekki frumraun þó svo að þetta hafi verið fyrsti leikur í deildinni.

"Erum búnar að spila tvo bikarleiki og það gekk ágætlega, þá held ég að við höfum sannað fyrir okkur sjálfum að við getum spilað og við spilum góðan fótbolta, erum skipulagðar og framkvæmum það sem John vill að við framkvæmum."

Höllu þótti gaman að geta mælt sig við sterkt lið eins og ÍA.

"Ég held að í dag höfum við komið okkur sjálfum bara á óvart líka".

Þrátt fyrir óhefðbundið undirbúningstímabil segir Halla að þær komi vel undan því enda búnar að æfa vel.

"John er búin að vera með stífar styrktar- og hlaupaæfingar, jafnvel þegar það var lok og læs hérna. Við erum enþá að hlaupa mikið og mér finnst hópurinn í gríðarlega góðu líkamlegu standi miðað við þetta undirbúningstímabil. Fengum fáa leiki og fá tækifæri til að geta samstillt okkur og þetta er bara búið að fara fram úr vonum." 

Þjálfarar og fyrirliðar spá Víking í 8. sæti deildarinnar. Halla telur það ekki vera í takt við þeirra markmið.

"Algjörlega ekki, sorry ætla bara að segja það en það er algjört kjaftæði. Við erum með þetta útprentað, þessa spá inn í klefanum. Þetta er bara einn stór brandari og við eigum eftir að troða sokk upp í alla þjálfara og fyrirliða í þessari deild, sjáið bara til" sagði Halla létt að lokum.


Athugasemdir
banner