Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   sun 19. júlí 2020 22:19
Magnús Þór Jónsson
Davíð: Horfi klárlega til landsliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Örn Atlason fékk víti og skoraði mark sem setti lið hans Víking á sigurbrautina gegn ÍA í kvöld.

„Þetta var fullkomið kvöld í Víkinni og ekki leiðinlegt að skora sjálfur.  Ég er búinn að skora tvö í sumar en hafði ekki skorað síðustu tvö ár og það er bara gaman."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  2 ÍA

Davíð hefur fengið mikið frjálsræði í leikkerfum Víkinga í sumar, virkar á stundum sem kantmaður.

„Ég hef fengið frjálsræði á vængnum en ég bý auðvitað vel af því að vera vel bakkaður upp af miðjumönnunum okkar. Þetta flexible og bara gaman af þessu."

„Það skiptir mjög miklu máli að ná að tengja saman sigurleiki og við Halldór Smári höfum verið að tala um það að við höfum í gegnum minn feril hér ekki unnið marga leiki með meira en einu marki. Við erum að læra að loka leikjum betur!"

Davíð sjálfur hefur átt flott Íslandsmót og stuðningsmenn Víkinga eru farnir að kalla eftir því að hann fái landsliðssæti.  Hvað finnst honum sjálfum um það?

„Það er gott að hugsað sé til manns í þeirri umræðu.  Það er klárlega eitthvað sem ég horfi til, ég veit að fylgst er með mér, þetta snýst bara um að standa sig inni á vellinum og vonandi kemur kallið einhvern tíma."

Nú er Sölvi Ottesen að koma inn eftir sitt langa bann, hvernig hefur það verið fyrir leikmenn Víkings að vinna sig úr skugga KR-leiksins og þess róts í liðsuppstillingum frá þeim tíma?

„Ég er orðinn þreyttur á þessum KR-leik.  Klipparinn minn ákvað að gera mér greiða og ræða ekkert um leikinn, í brúðkaupi í gær kom að mér maður sem minnti mig á þennan KR-leik. Við höfum nú með þessum tveim sigrum vonandi kvatt þá umræðu.  Sölvi þarf svo að vinna fyrir því að komast í liðið og ég verð að minnast á það að Viktor hefur komið þvílíkt sterkt inn í þessum tveimur leikjum."

Nánar er rætt við Davíð í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner