Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   sun 19. ágúst 2018 17:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við höfum fulla trú á okkur sjálfum og okkar liði
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar sóttu gríðarlega mikilvægt stig í laugardalinn í dag þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við Fram.
„Frábær barátta í okkar liði, gerðum þetta vel og vorum þéttir og þá þegar kom kannski eitthvað á markið að þá var Robert frábær, betri en enginn þar. Við gerðum þetta virkilega vel." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  0 Njarðvík

„Upplegið í dag var svipað og á móti Haukum það var að vera bara barátta allan leikinn og vinna samann sem lið og ná því mesta úr hverjum fyrir sig en við vorum vinnusamir og ætluðum okkur það var eitthvað sem uppleggið var að verjast vel og reyna ná svo marki á þá, við hefðum svo sem getað það en 0-0 niðurstaðan".

„Við náðum í jafntefli hérna á erfiðum útivelli og ég held að það sé líka ágætt, við vörðumst vel og skall oft hurð nærri hælum hjá þeim líka en þá var Robert alltaf klár í markinu þannig ég held á endanum sanngjarnt jafntefli."
Sagði Rafn Markús.

Njarðvíkingar eru í þessum þétta pakka sem er í baráttunni á neðri hluta töflunnar og því var þetta gott stig í sarpinn fyrir þá.
„Mjög gott stig, það er það sem við erum að leitast eftir núna, það er að safna stigunum og ef við höldum því áfram erum við í ágætis málum, við erum með 4 stig í þessari viku og ÍR-ingar næst þannig við hljótum að vilja halda áfram að safna stigum og koma okkur upp frá þessari baráttu." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir