De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 19. ágúst 2018 17:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við höfum fulla trú á okkur sjálfum og okkar liði
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar sóttu gríðarlega mikilvægt stig í laugardalinn í dag þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við Fram.
„Frábær barátta í okkar liði, gerðum þetta vel og vorum þéttir og þá þegar kom kannski eitthvað á markið að þá var Robert frábær, betri en enginn þar. Við gerðum þetta virkilega vel." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  0 Njarðvík

„Upplegið í dag var svipað og á móti Haukum það var að vera bara barátta allan leikinn og vinna samann sem lið og ná því mesta úr hverjum fyrir sig en við vorum vinnusamir og ætluðum okkur það var eitthvað sem uppleggið var að verjast vel og reyna ná svo marki á þá, við hefðum svo sem getað það en 0-0 niðurstaðan".

„Við náðum í jafntefli hérna á erfiðum útivelli og ég held að það sé líka ágætt, við vörðumst vel og skall oft hurð nærri hælum hjá þeim líka en þá var Robert alltaf klár í markinu þannig ég held á endanum sanngjarnt jafntefli."
Sagði Rafn Markús.

Njarðvíkingar eru í þessum þétta pakka sem er í baráttunni á neðri hluta töflunnar og því var þetta gott stig í sarpinn fyrir þá.
„Mjög gott stig, það er það sem við erum að leitast eftir núna, það er að safna stigunum og ef við höldum því áfram erum við í ágætis málum, við erum með 4 stig í þessari viku og ÍR-ingar næst þannig við hljótum að vilja halda áfram að safna stigum og koma okkur upp frá þessari baráttu." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner