Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
Aftur í landsliðinu eftir langa fjarveru - „Þetta voru tvær aðgerðir í einni"
Ingibjörg segir skilið við Duisburg - „Þetta voru frekar langar vikur"
Lífið áfram gott í Lilleström - „Höfum fengið allt eins og venjulega"
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Útskýrir af hverju hún valdi Ísland - „Brosti bara í bílnum"
Borgaði sjálfur fyrir Airbnb á Íslandi - „Það endaði með samningi"
Nokkrum kílóum léttari eftir langþráðan sigur - „Þá er bara spurning hvort við séum menn eða mýs“
Ómar um Zidane-snúninginn: Mistök sem hann gerir ekki aftur
Rúnar Páll: Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
   sun 19. ágúst 2018 17:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við höfum fulla trú á okkur sjálfum og okkar liði
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar sóttu gríðarlega mikilvægt stig í laugardalinn í dag þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við Fram.
„Frábær barátta í okkar liði, gerðum þetta vel og vorum þéttir og þá þegar kom kannski eitthvað á markið að þá var Robert frábær, betri en enginn þar. Við gerðum þetta virkilega vel." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  0 Njarðvík

„Upplegið í dag var svipað og á móti Haukum það var að vera bara barátta allan leikinn og vinna samann sem lið og ná því mesta úr hverjum fyrir sig en við vorum vinnusamir og ætluðum okkur það var eitthvað sem uppleggið var að verjast vel og reyna ná svo marki á þá, við hefðum svo sem getað það en 0-0 niðurstaðan".

„Við náðum í jafntefli hérna á erfiðum útivelli og ég held að það sé líka ágætt, við vörðumst vel og skall oft hurð nærri hælum hjá þeim líka en þá var Robert alltaf klár í markinu þannig ég held á endanum sanngjarnt jafntefli."
Sagði Rafn Markús.

Njarðvíkingar eru í þessum þétta pakka sem er í baráttunni á neðri hluta töflunnar og því var þetta gott stig í sarpinn fyrir þá.
„Mjög gott stig, það er það sem við erum að leitast eftir núna, það er að safna stigunum og ef við höldum því áfram erum við í ágætis málum, við erum með 4 stig í þessari viku og ÍR-ingar næst þannig við hljótum að vilja halda áfram að safna stigum og koma okkur upp frá þessari baráttu." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner