Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 19. ágúst 2020 23:05
Sigurður Marteinsson
Gunnar Guðmunds: Ég átti von á meira
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur vann sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í síðustu umferð þegar þeir lögðu Víking Ólafsvík að velli. Þeim var þó kippt niður á jörðina í kvöld þegar þeir töpuðu fyrir Grindavík með fjórum mörkum gegn tveimur. Gunnar Guðmundsson þjálfari var ekki sáttur með mikið annað en kannski mörkin tvö sem hans menn skoruðu.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Grindavík

„Ég er bara hrikalega ósáttur með mína menn. Bara vonbrigði, sérstaklega með fyrri hálfleikinn. Við vissum alveg að Grindvíkingarnir kæmu gíraðir í þennan leik og mér fannst við ekki matcha þá í vinnslunni og baráttunni''

Eins og áður sagði unnu Þróttarar sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð en náðu ekki að fylgja því eftir í kvöld.

„Ég átti von á meira frá mínum mönnum eftir sigurinn á Ólafsvíkingum að menn myndu fylgja þessu eftir en það gerðum við ekki. Svo kom smá líf í okkur í seinni hálfleikinn en því miður bara var það of seint''.

„Mikil vonbrigði með mitt lið í dag. Menn þurfa virkilega að girða sig í brók ef við ætlum að halda okkur í deildinni''.

Þrátt fyrir tapið telur Gunnar að Þróttarar séu á réttri leið hvað varðar spilamennskuna. Þeir þurfi þó að gera mun betur en í kvöld.

„Að sjálfsögðu, ég hef alveg fulla trú á að við getum snúið þessu við en ekki með svona frammistöðu eins og við sýndum hérna í dag, það er alveg á hreinu. Það koma góðir leikir inn á milli en síðan dettum við niður því miður í svona leiki og ég er mjög ósattur við það''

„Það hefði verið mikilvægt að taka eitthvað út úr leiknum í dag en við gerðum það ekki en það er bara næsti leikur''





Athugasemdir
banner
banner
banner