Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur staðfest að miðjumaðurinn reynslumikli Casemiro sé að yfirgefa félagið. Casemiro er á leið til Manchester United.
„Ég hef rætt við Casemiro. Hann vill takast á við nýja áskorun. Við skiljum hans ákvörðun. Viðræður eru í gangi en hann hefur ákveðið að yfirgefa Real Madrid," segir Ancelotti.
„Casemiro mun ekki spila um helgina. Þarf ég mann í hans stað? Við höfum menn til að fylla skarðið, erum búnir að kaupa Tchouaméni og hann er einn sá besti sem var á markaðnum. Svo erum við með Kroos og Camavinga. Ég komst að því í gær að þessar fréttir af Casemiro væru sannar, mínar áætlanir breytast ekki."
„Ég hef rætt við Casemiro. Hann vill takast á við nýja áskorun. Við skiljum hans ákvörðun. Viðræður eru í gangi en hann hefur ákveðið að yfirgefa Real Madrid," segir Ancelotti.
„Casemiro mun ekki spila um helgina. Þarf ég mann í hans stað? Við höfum menn til að fylla skarðið, erum búnir að kaupa Tchouaméni og hann er einn sá besti sem var á markaðnum. Svo erum við með Kroos og Camavinga. Ég komst að því í gær að þessar fréttir af Casemiro væru sannar, mínar áætlanir breytast ekki."
United hefur gert tilboð í Casemiro en honum er ætlað að laga vandamál liðsins á miðsvæðinu.
Fyrr í glugganum náðist samkomulag við Barcelona og Juventus um Frenkie de Jong og Adrien Rabiot en ekki tókst að klára samkomulag við leikmennina.
Athugasemdir