Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 19. september 2021 21:29
Hafliði Breiðfjörð
Haddi: Vona að Kári og Sölvi verði góðir í bakinu
Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum gríðarlega ánægðir að koma hingað og vinna sterkan sigur, skora fjögur mörk og hefðum geta skorað mun fleiri. Við norðanmenn erum gríðarlega ánægðir í dag," sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir 1 - 4 sigur á Val í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 KA

Leikurinn í kvöld var mjög fjörugur og bæði lið fengu urmul færa til að skora fleiri mörk.

„Leikurinn var skemmtilegur því við unnum hann, en hann var heldur opinn. Bæði lið hefðu geta skorað fleiri mörk og þetta var óvenju opinn leikur miðað við að þessi tvö lið væru að mætast," sagði hann.

KA komst í 3. sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld en þeir munu kannski ekki vita fyrr en tveimur vikum eftir að Íslandsmótinu lýkur hvort það sé Evrópusæti eða ekki. Það veltur í raun á því hvort Víkingur verði bikarmeistari eða ekki því þá færist Evrópusætið fyrir bikarsigur yfir í deildina. Fyrst þarf KA samt líka að vinna FH í lokaumferðinni.

„Við ætlum okkur að vinna FH til að ná þessu þriðja sæti og treysta á að Víkingur geri það að Evrópusæti," sagði Haddi og játaði því að KA menn muni halda með Víkingi í bikarnum. En ætla þeir að sitja saman þá og horfa á bikarúrslitaleikinn?

„Ég er ekki búinn að ákveða það en ég vonast til þess að Kári og Sölvi verði góðir í bakinu og allt verði gott. En áður en við getum farið að hugsa um það þurfum við að klára okkar leik á móti FH."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner