Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   sun 19. september 2021 21:29
Hafliði Breiðfjörð
Haddi: Vona að Kári og Sölvi verði góðir í bakinu
Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum gríðarlega ánægðir að koma hingað og vinna sterkan sigur, skora fjögur mörk og hefðum geta skorað mun fleiri. Við norðanmenn erum gríðarlega ánægðir í dag," sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir 1 - 4 sigur á Val í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 KA

Leikurinn í kvöld var mjög fjörugur og bæði lið fengu urmul færa til að skora fleiri mörk.

„Leikurinn var skemmtilegur því við unnum hann, en hann var heldur opinn. Bæði lið hefðu geta skorað fleiri mörk og þetta var óvenju opinn leikur miðað við að þessi tvö lið væru að mætast," sagði hann.

KA komst í 3. sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld en þeir munu kannski ekki vita fyrr en tveimur vikum eftir að Íslandsmótinu lýkur hvort það sé Evrópusæti eða ekki. Það veltur í raun á því hvort Víkingur verði bikarmeistari eða ekki því þá færist Evrópusætið fyrir bikarsigur yfir í deildina. Fyrst þarf KA samt líka að vinna FH í lokaumferðinni.

„Við ætlum okkur að vinna FH til að ná þessu þriðja sæti og treysta á að Víkingur geri það að Evrópusæti," sagði Haddi og játaði því að KA menn muni halda með Víkingi í bikarnum. En ætla þeir að sitja saman þá og horfa á bikarúrslitaleikinn?

„Ég er ekki búinn að ákveða það en ég vonast til þess að Kári og Sölvi verði góðir í bakinu og allt verði gott. En áður en við getum farið að hugsa um það þurfum við að klára okkar leik á móti FH."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner