Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 19. september 2021 21:29
Hafliði Breiðfjörð
Haddi: Vona að Kári og Sölvi verði góðir í bakinu
Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum gríðarlega ánægðir að koma hingað og vinna sterkan sigur, skora fjögur mörk og hefðum geta skorað mun fleiri. Við norðanmenn erum gríðarlega ánægðir í dag," sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir 1 - 4 sigur á Val í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 KA

Leikurinn í kvöld var mjög fjörugur og bæði lið fengu urmul færa til að skora fleiri mörk.

„Leikurinn var skemmtilegur því við unnum hann, en hann var heldur opinn. Bæði lið hefðu geta skorað fleiri mörk og þetta var óvenju opinn leikur miðað við að þessi tvö lið væru að mætast," sagði hann.

KA komst í 3. sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld en þeir munu kannski ekki vita fyrr en tveimur vikum eftir að Íslandsmótinu lýkur hvort það sé Evrópusæti eða ekki. Það veltur í raun á því hvort Víkingur verði bikarmeistari eða ekki því þá færist Evrópusætið fyrir bikarsigur yfir í deildina. Fyrst þarf KA samt líka að vinna FH í lokaumferðinni.

„Við ætlum okkur að vinna FH til að ná þessu þriðja sæti og treysta á að Víkingur geri það að Evrópusæti," sagði Haddi og játaði því að KA menn muni halda með Víkingi í bikarnum. En ætla þeir að sitja saman þá og horfa á bikarúrslitaleikinn?

„Ég er ekki búinn að ákveða það en ég vonast til þess að Kári og Sölvi verði góðir í bakinu og allt verði gott. En áður en við getum farið að hugsa um það þurfum við að klára okkar leik á móti FH."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner