Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 19. september 2021 21:29
Hafliði Breiðfjörð
Haddi: Vona að Kári og Sölvi verði góðir í bakinu
Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum gríðarlega ánægðir að koma hingað og vinna sterkan sigur, skora fjögur mörk og hefðum geta skorað mun fleiri. Við norðanmenn erum gríðarlega ánægðir í dag," sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir 1 - 4 sigur á Val í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 KA

Leikurinn í kvöld var mjög fjörugur og bæði lið fengu urmul færa til að skora fleiri mörk.

„Leikurinn var skemmtilegur því við unnum hann, en hann var heldur opinn. Bæði lið hefðu geta skorað fleiri mörk og þetta var óvenju opinn leikur miðað við að þessi tvö lið væru að mætast," sagði hann.

KA komst í 3. sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld en þeir munu kannski ekki vita fyrr en tveimur vikum eftir að Íslandsmótinu lýkur hvort það sé Evrópusæti eða ekki. Það veltur í raun á því hvort Víkingur verði bikarmeistari eða ekki því þá færist Evrópusætið fyrir bikarsigur yfir í deildina. Fyrst þarf KA samt líka að vinna FH í lokaumferðinni.

„Við ætlum okkur að vinna FH til að ná þessu þriðja sæti og treysta á að Víkingur geri það að Evrópusæti," sagði Haddi og játaði því að KA menn muni halda með Víkingi í bikarnum. En ætla þeir að sitja saman þá og horfa á bikarúrslitaleikinn?

„Ég er ekki búinn að ákveða það en ég vonast til þess að Kári og Sölvi verði góðir í bakinu og allt verði gott. En áður en við getum farið að hugsa um það þurfum við að klára okkar leik á móti FH."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner