Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   fim 19. september 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyche mætti með lista á fréttamannafund
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Jarrad Branthwaite og sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin.
Miðvörðurinn Jarrad Branthwaite og sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin.
Mynd: EPA
Sean Dyche, stjóri Everton, mætti með lista á blaðamannafund í dag yfir leikmenn sem verða ekki með eða eru tæpir fyrir leik helgarinnar.

Everton mætir Leicester en liðið er án stiga eftir fyrstu fjóra leiki tímabilsins.

Það eru mikil meiðsli að hrjá Everton en þessa stundina en Dyche fór vel yfir það með fréttamönnum í dag. Hann var búinn að skrifa nöfnin niður á lista - svo hann myndi örugglega ekki gleyma neinum - og þuldi þau svo upp

Listinn:
Jarrad Branthwaite - er að jafna sig, gæti spilað fyrir U21
James Tarkowski - er að snúa aftur eftir bakmeiðsli
Nathan Patterson - er að jafna sig á veikindum
Dominic Calvert-Lewin - gæti snúið aftur eftir veikindi
James Garner - fjarri vegna veikinda
Vitalii Mykolenko - gæti snúið aftur eftir veikindi
Seamus Coleman - er með kálfameiðsli
Armando Broja - meiddur á fæti
Michael Keane - er að bíða eftir skoðun
Jack Harrison - var sendur veikur heim

„Þetta hjálpar ekki," sagði Dyche á fundinum en hann segist sjaldan ef aldrei hafa upplifað annað eins. Það er spurning hvort Everton nái í sín fyrstu stig á tímabilinu um helgina þrátt fyrir þetta allt saman.
Athugasemdir
banner
banner