Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   fim 19. september 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Geta fagnað annan laugardaginn í röð
Bræðurnir Hrannar og Hallgrímur Mar.
Bræðurnir Hrannar og Hallgrímur Mar.
Mynd: Hafþór Hreiðarsson
Það eru nokkrir Völsungar í leikmannahópi KA, þeir gátu leyft sér að fagna þegar uppeldisfélagið komst upp úr 2. deild á laugardag með sigri á KFA í lokaumferðinni.

Bræðurnir Hrannar Björn og Hallgrímur Mar eru uppaldir hjá Völsungi og það eru þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson sömuleiði. Þá lék Steinþór Már Auðunsson með Völsungi tímabilin 2010, 2011 og 2016.

„Stemningin hjá okkur er alltaf góð, við fylgjumst alltaf með strákunum heima á Húsavík og höfum gert alla okkar tíð í KA. Ég var alveg stressaður fyrir leikinn gegn KFA. Eftir jöfnunarmarkið á móti Þrótti Vogum (í blálokin í næstsíðustu umferð), þá hugsaði ég með mér að þetta mætti ekki klikka," sagði Hrannar í viðtali við Fótbolta.net.

Stressið var fljótt að fara því Völsungur náði fljótlega 3-0 forystu. „Þá var þetta í rauninni komið og maður hafði nægan tíma til að meðtaka þetta. Það hefði kannski verið meiri stemning ef sigurmarkið hefði komið á 90. mínútu, en bara geggjað að (Völsungur hafi farið upp) og það verður geggjað að mæta þeim í Lengjubikarnum í vetur."

Hrannar og liðsfélagar hans í KA eru á leið í bikarúrslitaleik. KA mætir Víkingi á Laugardalsvelli á laugardag.

„Ef það verður fögnuður á laugardaginn, sem við stefnum á, þá kannski laumar maður niður einum köldum og skálar fyrir Völsungi," sagði Hrannar.
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Athugasemdir
banner
banner