Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. janúar 2020 15:45
Magnús Már Einarsson
Roberto til Alaves (Staðfest) - Fjórði í röðinni hjá West Ham
Roberto hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá West Ham.
Roberto hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá West Ham.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur lánað spænska markvörðinn Roberto til Alaves í spænsku úrvalsdeildinni.

Roberto kom til West Ham frá Espanyol síðastliðið sumar og byrjaði tímabilið sem varamarkvörður.

Roberto fékk sénsinn í markinu eftir að Lukasz Fabianski meiddist í september. Frammistaða Roberto var hins vegar slök og hann gerði nokkur dýrkeypt mistök.

David Martin tók í kjölfarið stöðuna af Roberto og hann hefur varið mark West Ham að undanförnu.

Fabianski er að verða klár í slaginn á nýjan leik og West Ham hefur einnig keypt Darren Randolph aftur frá Middlesbrough. Martin er líka á undan Roberto í röðinni og því hefur West Ham ákveðið að leyfa honum að fara aftur til Spánar á láni.
Athugasemdir
banner