Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mán 20. janúar 2020 11:55
Magnús Már Einarsson
Sergio Romero slapp ómeiddur úr bílslysi
Sergio Romero, markvörður Manchester United, slapp ómeiddur úr bílslysi í morgun.

Romero var á Lamborghini bifreið sinni á leið á æfingu þegar hann keyrði á vegrið.

Þessi 32 ára gamli Argentínumaður keypti bifreiðina á 170 þúsund pund eða 27 milljónir króna árið 2017.

Romero sást labba ómeiddur í burtu eftir slysið en ljóst er að bifreið hans er ansi illa farin.

Athugasemdir