Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 20. janúar 2021 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grikkland: Ögmundur hélt hreinu í fyrsta leik með Olympiakos
Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson þreytti frumraun sína með gríska stórliðinu Olympiakos í kvöld.

Ögmundur gekk í raðir Olympiakos en hefur síðan þá annað hvort setið á bekknum eða upp í stúku.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn fékk í kvöld sitt fyrsta tækifæri með liðinu og kom það í grísku bikarkeppninni gegn Panetolikos, sem er einnig í grísku úrvalsdeildinni.

Ögmundur gerði vel í fyrsta leiknum sínum og hélt hreinu í öruggum 3-0 sigri. Vonandi verða tækifærin fleiri fyrir hann í framtíðinni en Olympiakos er komið áfram í 8-liða úrslit.

Sjá einnig:
Grikkland: Sverrir skorar þegar hann spilar
Athugasemdir