Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   mán 20. janúar 2025 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Viktor Bjarki Arnarsson.
Viktor Bjarki Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er ótrúlega spennandi og rosalega mikill heiður fyrir mig sem uppalinn Víking," segir Viktor Bjarki Arnarsson, nýr aðstoðarþjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net.

Það var tilkynnt í dag að Viktor Bjarki verði Sölva Geir Ottesen, nýjum aðalþjálfara Víkinga, til halds og traust. Hann skrifaði undir þriggja ára samning ásamt Sölva og þjálfa þeir meistaraflokkinn saman ásamt Aroni Baldvini Þórðarsyni.

„Ég hlakka rosa mikið til verkefnisins. Þetta hefur verið draumur mjög lengi og nú er loksins að verða af því."

Viktor var virkilega öflugur leikmaður á sínum tíma en síðustu árin hefur hann starfað við þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari hjá HK og yfirþjálfari hjá KR, en upp á síðkastið hefur hann starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi.

„Það er stórt skarð sem Arnar skilur eftir sig en ég held að við séum rétta teymið til að brúa það bil. Þetta verður ótrúlega spennandi og við ætlum að gera betur en í fyrra."

Viktor þekkir Sölva vel en þeir spiluðu á sínum tíma saman með Víkingum.

„Við ólumst upp saman, hann er einu ári yngri. Við þekkjumst vel og það verður ótrúlega gaman á skrifstofunni. Sölvi er efnilegur þjálfari. Þetta verður krefjandi verkefni en við getum stutt hann og hjálpað honum," segir Viktor.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir