Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   mán 20. janúar 2025 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Viktor Bjarki Arnarsson.
Viktor Bjarki Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er ótrúlega spennandi og rosalega mikill heiður fyrir mig sem uppalinn Víking," segir Viktor Bjarki Arnarsson, nýr aðstoðarþjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net.

Það var tilkynnt í dag að Viktor Bjarki verði Sölva Geir Ottesen, nýjum aðalþjálfara Víkinga, til halds og traust. Hann skrifaði undir þriggja ára samning ásamt Sölva og þjálfa þeir meistaraflokkinn saman ásamt Aroni Baldvini Þórðarsyni.

„Ég hlakka rosa mikið til verkefnisins. Þetta hefur verið draumur mjög lengi og nú er loksins að verða af því."

Viktor var virkilega öflugur leikmaður á sínum tíma en síðustu árin hefur hann starfað við þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari hjá HK og yfirþjálfari hjá KR, en upp á síðkastið hefur hann starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi.

„Það er stórt skarð sem Arnar skilur eftir sig en ég held að við séum rétta teymið til að brúa það bil. Þetta verður ótrúlega spennandi og við ætlum að gera betur en í fyrra."

Viktor þekkir Sölva vel en þeir spiluðu á sínum tíma saman með Víkingum.

„Við ólumst upp saman, hann er einu ári yngri. Við þekkjumst vel og það verður ótrúlega gaman á skrifstofunni. Sölvi er efnilegur þjálfari. Þetta verður krefjandi verkefni en við getum stutt hann og hjálpað honum," segir Viktor.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner