Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. mars 2023 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ratcliffe vel liðinn hjá Nice - „Mjög ástríðufullur"
Sir Jim Ratcliffe á Old Trafford
Sir Jim Ratcliffe á Old Trafford
Mynd: Getty Images

Breski milljarðarmæringurinn Sir Jim Ratcliffe er einn þeirra sem hefur sýnt mikinn áhuga á að kaupa Manchester United. Hann er talinn líklegastur til að vera næsti eigandi félagsins.


Hann mætti á Old Trafford á dögunum og fundaði með félaginu og skoðaði svo æfingasvæðið þar sem hann hitti meðal annars Erik ten Hag stjóra félagsins.

Ratcliffe keypti franska liðið Nice árið 2019 en Aaron Ramsey fyrrum leikmaður Arsenal leikur með liðinu. Hann talar mjög vel um Ratcliffe.

„Eigandinn er mjög ástríðufullur gagnvart félaginu og vill fara með það alla leið á toppinn. Það er frábært að vera hluti af þessu verkefni. Þetta er fjölskylduvænt félag, ég nýt fótboltans, það voru breytingar á þjálfarateyminu eftir HM og þeir hafa byrjað af krafti og komið vel inn í þetta," sagði Ramsey.

Didier Digard tók við sem stjóri liðsins og er liðið ósigrað í 13 leikjum í röð.


Enski boltinn - Ræða Conte og Mitrovic ekkert gáfnaljós
Athugasemdir
banner
banner
banner