Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 20. apríl 2021 21:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjarnafæðismótið: KF skellti Magna og vann bronsið
Diouck setti eitt
Diouck setti eitt
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF 5 - 0 Magni
Mörk KF: Þorsteinn Már Þorvaldsson, Andi Andri Morina 2x
Oumar Diouck og sjálfsmark.

KF mætti Magna í leik um 3. sætið í Kjarnafæðismótinu, leikið var á KA-velli í kvöld.

Liðin leika bæði í 2. deild karla í sumar en Magni féll úr Lengjudeildinni síðasta haust.

KF gjörsigraði Magna, 5-0, í leiknum og voru það þeir Þorsteinn Már, Andi Morina og Oumar Diouck sem sáu um markaskorunina.

KF endaði í 6. sæti í fyrra eftir að hafa verið spáð neðsta sætinu.

Á morgun mætast Þór og KA í úrslitaleik mótsins.
Athugasemdir
banner