Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mið 20. maí 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham, Norwich og Brighton endurgreiða stuðningsmönnum
Ensk félög hafa verið að tilkynna endurgreiðslur til stuðningsmanna fyrir síðustu leiki tímabilsins sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar.

Manchester United staðfesti áform sín í gær og eru sjö félög búin að gera það sama.

Tottenham, Manchester City og Everton hafa staðfest endurgreiðslur rétt eins og fallbaráttulið Brighton og Norwich, sem eiga í fjárhagsörðugleikum vegna veirunnar.

Stuðningsmenn fá ýmist að velja á milli þess að fá endurgreitt í peningum, inneign hjá félagi sínu eða láta upphæðina renna í baráttuna við kórónuveiruna.
Athugasemdir