Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   mán 20. júní 2016 12:30
Elvar Geir Magnússon
Annecy
Hjörtur Hjartar: Vantar meiri trú á eigin getu
Icelandair
Hjörtur í Annecy í dag.
Hjörtur í Annecy í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Aron Einar spjallar við Ronaldo.
Aron Einar spjallar við Ronaldo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Hjartarson stýrir útvarpsþættinum Akraborgin frá Frakklandi meðan Ísland er á EM. Fótbolti.net ræddi við Hjört um komandi leik Íslands gegn Austurríki sem verður á miðvikudag.

„Ég er bjartsýnn en raunsær líka. Við erum með tvö stig og í stöðu til að komast áfram en ef maður á að vera raunsær er austurríska liðið betra. Við erum smá lemstraðir og höfum spilað á sama mannskapnum í báðum leikjum," segir Hjörtur.

„Íslenska liðið er það gott að það getur unnið þennan leik en ég segi að þetta sé 60/40 okkur í óhag."

Verðum að taka skref upp á við
Íslenska liðið getur bætt sig í þeim þætti að halda boltanum betur eins og mikið hefur verið rætt um.

„Mér hefur fundist vanta meira sjálfstraust í leikmenn og trú á eigin getu. Þeir eru ekki að taka á móti boltanum eins og þeir gera alltaf og koma honum í þær hlaupaleiðir sem er hægt að fara. Allar snertingar hafa verið þannig að maður sér að þeir hafi ekki alveg nægilega mikla trú á eigin getu. Menn eru skiljanlega hræddir við að tapa boltanum á vondum stöðum."

„Við vinnum ekki Austurríki með því að vera með boltann 20-30%. Leikmenn verða að trúa því og treysta að þeir geti spilað boltanum eins og þeir gerðu í undankeppninni. Við verðum að taka skref upp á við varðandi spilamennskuna," segir Hjörtur.

Hann segir greinilegt að eftir tapið á móti Ungverjalandi hafi Austurríki sett upp þá áætlun að ná stigi gegn Portúgal og sigri gegn Íslandi.

„Það sást greinilega í leiknum gegn Portúgal, þeir vildu hanga á núllinu í þeim leik. Ef allt er eðlilegt ætti Austurríki að vinna Ísland. Ég held að Heimir og Lars muni sjá til þess að leikurinn verði ekki opinn. Ég tel afar litlar líkur á því að Ísland breyti leikplaninu upp á nýtt og muni sækja á mörgum mönnum."

Aron mikilvægur í sóknaruppbyggingunni
Spurt var á fréttamannafundinum í morgun hvort ein af skýringunum á því að við höldum boltanum ekki nægilega vel sé sú að Aron Einar Gunnarsson sé ekki 100% heill.

„Aron er mikilvægari í sóknaruppbyggingu Íslands en flestir átta sig á. Hann tekur pressuna af hafsentunum sem hafa verið í því núna að dúndra boltanum fram aftur og aftur. Þeir hafa ekki haft tíma til að koma honum á Aron, við höfum fengið á okkur mikla pressu. Ef við getum ekki komið boltanum í lappirnar á Aroni er erfitt að ætlast til þess að við höldum boltanum nægilega vel. Það gæti vissulega verið hluti af skýringunni fyrir því hve illa hefur gengið að halda boltanum að Aron hefur ekki verið í nægilega góðu standi til að stýra umferðinni fram á við."

Viðtalið við Hjört er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner