Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 20. júní 2018 22:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Áttum bara ekki neitt inni til að ná í sigur eða stig
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík tapaði enn og aftur stigum á heimavelli og nú gegn HK. Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum svekktur með úrslitin.
„Þetta eru nátturlega enn ein töpuðu stigin á heimavelli og það er vont, það er ekki það sem við vildum en við ætluðum okkur stærri hluti í dag en þetta voru líklega sanngjörn úrslti." Sagði Rafn Markús eftir leik.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 HK

Leikur Njarðvíkur og HK var langt í frá að vera mikið fyrir augað en HK-ingar sigruðu Njarðvikingana með tveimur mörkum gegn engu en Njarðvikingar þóttu ekki spila neitt sérstaklega vel í kvöld.
„Þetta var allavega leikurinn sem við höfum verið að gera minnst í, við erum búnir að vera með hörku leiki bæði hérna heima og úti og verið í góðum séns bara í öllum leikjunum en í dag áttum við bara ekki neitt inni til að ná í sigur eða stig." 

Njarðvíkingar voru lengi vel inni í leiknum þó en það var eins og þeir virkuðu slegnir eftir að HK skoraði fyrsta mark leiksins.
„Um leið og þeir skora og svo aftur strax í kjölfarið að þá er þetta nátturlega erfitt." Sagði Rafn Markús.

Athygli hefur vakið að Njarðvíkingar hafa verið að sækja sín stig meira á útivelli.
„Við sækjum útivöllinn, við höfum fengið 7 af 9 stigum okkar þaðan en auðvitað viljum við gera miklu betur á heimavelli, við viljum fá fólkið okkar á völlinn hérna og sýna því hvað við getum og þess vegna er mjög dapurt að fá ekki fleirri stig á heimavelli" 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner