Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   lau 20. júlí 2024 17:08
Sævar Þór Sveinsson
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur gegn Stjörnunni á Samsungvellinum þegar liðin mættust í 13. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

Þetta var góður leikur hjá báðum liðum. Þær áttu sín augnablik og við áttum okkar augnablik. En það var mjög mikilvægt að koma hingað og ná í þrjú stig.“

Stjarnan fékk nokkur góð færi í seinni hálfleiknum og var Nik því spurður hvort hann var orðinn smeykur á þeim tímapunkti að fá á sig mark.

Þú ert það auðvitað þegar boltinn skoppar eitthvað í teignum. Við áttum auðvitað líka svipuð færi í fyrri hálfleiknum. Þannig við hefðum getað gert leikinn aðeins þægilegri fyrir okkur. En stelpurnar börðust, þær reyndu að spila góðan fótbolta og við gerðum réttu hlutina og markið sem við skoruðum var mjög flott. Góður bolti frá Írenu og vel klárað hjá Hrafnhildi.

Varnarleikur Breiðabliks í deildinni hefur verið afskaplega góður á tímabilinu en liðið hefur einungis fengið á sig fjögur mörk.

Við bara verjumst sem lið. Frá fremsta manni til aftasta manns þá gefum við ekki mörg færi á okkur. Þegar lið eru í eða kringum teiginn þá er ekkert hálfkák á okkur. Það byggir upp sjálfstraust.

Félagsskiptaglugginn er nú opinn og var Nik því spurður hvort hann sjái fram á það að gera eitthvað í þeim málum.

Bara ef það er einhver laus sem er betri en það sem við erum með nú þegar eða getur bætt einhverju við. Ég ætla ekkert að fara og eyða pening til einskis. Ég gerði það ekki hjá Þrótti, ég gaf ungum leikmönnum frekar séns og ég geri það frekar hérna líka. Við erum með nógu góða unga leikmenn hjá okkur en ef einhver stjörnuleikmaður kemur á borðið þá myndi ég alveg kýla á það.

Þar sem Nik nefndi stjörnuleikmenn var hann eðlilega spurður hvort það gæti mögulega verið leikmenn eins og Sara Björk eða Kristín Dís.

Sara Björk æfir hjá Breiðabliki núna þannig við reynum alveg að pota í hana en nei hún fer auðvitað út aftur. Ef Kristín Dís er laus þá myndum við gjarnan vilja fá hana til baka. En hún þarf að taka ákvörðun fyrir sinn feril en við myndum klárlega bjóða hana velkomna heim.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner