Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 20. júlí 2024 17:08
Sævar Þór Sveinsson
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur gegn Stjörnunni á Samsungvellinum þegar liðin mættust í 13. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

Þetta var góður leikur hjá báðum liðum. Þær áttu sín augnablik og við áttum okkar augnablik. En það var mjög mikilvægt að koma hingað og ná í þrjú stig.“

Stjarnan fékk nokkur góð færi í seinni hálfleiknum og var Nik því spurður hvort hann var orðinn smeykur á þeim tímapunkti að fá á sig mark.

Þú ert það auðvitað þegar boltinn skoppar eitthvað í teignum. Við áttum auðvitað líka svipuð færi í fyrri hálfleiknum. Þannig við hefðum getað gert leikinn aðeins þægilegri fyrir okkur. En stelpurnar börðust, þær reyndu að spila góðan fótbolta og við gerðum réttu hlutina og markið sem við skoruðum var mjög flott. Góður bolti frá Írenu og vel klárað hjá Hrafnhildi.

Varnarleikur Breiðabliks í deildinni hefur verið afskaplega góður á tímabilinu en liðið hefur einungis fengið á sig fjögur mörk.

Við bara verjumst sem lið. Frá fremsta manni til aftasta manns þá gefum við ekki mörg færi á okkur. Þegar lið eru í eða kringum teiginn þá er ekkert hálfkák á okkur. Það byggir upp sjálfstraust.

Félagsskiptaglugginn er nú opinn og var Nik því spurður hvort hann sjái fram á það að gera eitthvað í þeim málum.

Bara ef það er einhver laus sem er betri en það sem við erum með nú þegar eða getur bætt einhverju við. Ég ætla ekkert að fara og eyða pening til einskis. Ég gerði það ekki hjá Þrótti, ég gaf ungum leikmönnum frekar séns og ég geri það frekar hérna líka. Við erum með nógu góða unga leikmenn hjá okkur en ef einhver stjörnuleikmaður kemur á borðið þá myndi ég alveg kýla á það.

Þar sem Nik nefndi stjörnuleikmenn var hann eðlilega spurður hvort það gæti mögulega verið leikmenn eins og Sara Björk eða Kristín Dís.

Sara Björk æfir hjá Breiðabliki núna þannig við reynum alveg að pota í hana en nei hún fer auðvitað út aftur. Ef Kristín Dís er laus þá myndum við gjarnan vilja fá hana til baka. En hún þarf að taka ákvörðun fyrir sinn feril en við myndum klárlega bjóða hana velkomna heim.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner