Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   mið 20. ágúst 2014 13:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Már: Verðum með tvær stórar rútur og eina litla
Arnar Már Björgvinsson.
Arnar Már Björgvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fáir Stjörnumenn eru spenntari fyrir leiknum gegn Inter í kvöld en Arnar Már Björgvinsson. Arnar Már hefur lengi verið stuðningsmaður Inter.

,,Ég er búinn að halda með Inter síðan ég man eftir mér. Þetta var draumadráttur. Ég hef fylgst reglulega með þeim síðan Ronaldo spilaði með þeim. Christian Vieri var líka minn uppáhalds leikmaður," sagði Arnar Már.

,,Það er búið að vera mikið af breytingum hjá Inter og félagið er á niðurleið þannig séð. Ég hlakka mikið til að spila á móti þeim,"

,,Lykillinn að komast áfram er að loka markinu og leggja nokkrum rútum fyrir framan. Við verðum með tvær stórar og eina litla. Ég veit ekki hversu margar komast fyrir en við reynum að halda hreinu."

Suðningsmenn Stjörnunnar eru gríðarlega spenntir fyrir leiknum í kvöld.

,,Garðabærinn er bara á hvolfi. Það er gríðarleg stemning í Garðabænum og út um allt. Fólk er að tala um þennan leik út um allt og það er gríðarlega gaman."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni
Athugasemdir
banner