„Þetta er bara ótrúleg gleði," sagði Bjarki Már Árnason, fyrirliði Tindastóls, í viðtali við Fótbolta.net eftir að ljóst var að Tindastóll hefði tryggt sig upp í 2. deild að ári.
Þetta lá ljóst fyrir eftir sigurleik gegn Víði í toppslag í dag. Bjarki Már er fyrirliði liðsins og hann var að vonum sáttur eftir leikinn í dag.
Þetta lá ljóst fyrir eftir sigurleik gegn Víði í toppslag í dag. Bjarki Már er fyrirliði liðsins og hann var að vonum sáttur eftir leikinn í dag.
„Við erum búnir að leggja mikið á okkur í allt sumar og þvílíkt lið sem við erum með, þvílíkur hópur. 13 fokking sigrar í röð!"
„Við þurfum bara að klára þetta, það er bara þannig. Við ætlum okkur titilinn, en við erum ekki komnir með hann þannig að við þurfum bara að halda áfram.
Bjarki Már er orðinn 38 ára gamall og hann var spurður út í framtíðina.
„Ætli ég ekki svona fjögur, fimm ár eftir. Ekki minna," sagði Bjarki léttur í bragði.
Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan og einnig hér að neðan.
Athugasemdir
























