Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 20. september 2019 22:08
Hulda Mýrdal
Donni: Óendanlega mikið af allskonar
Kvenaboltinn
Donni stjórnaði sínum síðasta leik hjá Þór/KA í kvöld
Donni stjórnaði sínum síðasta leik hjá Þór/KA í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Donni þjálfari Þór/KA var ánægður eftir 1-0 sigur hjá sínu liði í kvöld. Donni var að stjórna sínum síðasta leik en hann hefur verið með Þór/KA í þrjú tímabil.

„Mér líður bara mjög vel. Ég er ánægður með þennan leik. Áttum að skora nokkur mörk í fyrri hálfleik, tvisvar í slá og tvisvar í stöng held ég án þess að það hafi farið inn. Ég held að það hafi aldrei gerst áður. En ég er ótrúlega glaður einsog ég segi að við skyldum halda hreinu og vinna leikinn. Ég er pínu hrærður. Mér finnst pínu svona skrítin tilfinning að ég sé ekki að fara vera með stelpunum lengur".

Hver tekur við? Hvernig gengur leitin af eftirmanni?
„Ég veit neitt um það. Skipti mér ekkert af því. Vonandi bara einhver stór góður því Þór/KA á það svo sannarlega skilið að fá góðan þjálfara fyrir þetta frábæra félagið. Stórkostlegt félag og sannur heiður og forréttindi að fá að vinna með þessum stelpum og öllum í kringum liðum."

Þegar það voru fjórir leikir eftir var tilkynnt í fjölmiðlum að Donni yrði ekki áfram með liðið eftir tímabilið. Voru það mistök að tilkynna það þá?
„Nei það var ekkert annað sem kom til greina. Það var farið að spyrjast um í bænum að ég væri að fara flytja. Konan mín var í vinnu og var að sækja um aðra vinnu í Svíþjóð. Það var ekkert flókið, það vissu allir að ég væri að flytja til Svíþjóðar. Þannig að þá held ég að það sé einfaldast að láta alla vita hvernig í pottinn var brotið. Það var ekkert hægt að gera það öðruvísi því það vissu allir af þessu hvort eð er. En ef ég hefði mátt velja það þá hefði ég hinsvegar ekkert að fara með það neitt fyrr en að tímabilið var búið. Ég þurfti að setja húsið á sölu og svo framvegis. Þannig að ef ykkur vantar hús á Akureyri.."

Markmiðið fyrir mót var stærra en 4.sætið. Hvað gekk ekki?
„Já klárlega, engin spurning. Það var allskonar sem dundi á í sumar sem við sáum ekki fyrir. Við vorum í tómu basli með markmannstöðuna. Bryndís greyið var í tómum vandræðum, var bara meidd í allt sumar og á endaði á því að hætta bara út af því. "

Nánar er rætt við Donna í sjónarpinu að ofan um vonbrigðin í ár, síðustu þrjú tímabil, Mexíkóana, framtíðina hjá Þór/KA og framhaldið í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner