Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 20. september 2019 22:08
Hulda Mýrdal
Donni: Óendanlega mikið af allskonar
Kvenaboltinn
Donni stjórnaði sínum síðasta leik hjá Þór/KA í kvöld
Donni stjórnaði sínum síðasta leik hjá Þór/KA í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Donni þjálfari Þór/KA var ánægður eftir 1-0 sigur hjá sínu liði í kvöld. Donni var að stjórna sínum síðasta leik en hann hefur verið með Þór/KA í þrjú tímabil.

„Mér líður bara mjög vel. Ég er ánægður með þennan leik. Áttum að skora nokkur mörk í fyrri hálfleik, tvisvar í slá og tvisvar í stöng held ég án þess að það hafi farið inn. Ég held að það hafi aldrei gerst áður. En ég er ótrúlega glaður einsog ég segi að við skyldum halda hreinu og vinna leikinn. Ég er pínu hrærður. Mér finnst pínu svona skrítin tilfinning að ég sé ekki að fara vera með stelpunum lengur".

Hver tekur við? Hvernig gengur leitin af eftirmanni?
„Ég veit neitt um það. Skipti mér ekkert af því. Vonandi bara einhver stór góður því Þór/KA á það svo sannarlega skilið að fá góðan þjálfara fyrir þetta frábæra félagið. Stórkostlegt félag og sannur heiður og forréttindi að fá að vinna með þessum stelpum og öllum í kringum liðum."

Þegar það voru fjórir leikir eftir var tilkynnt í fjölmiðlum að Donni yrði ekki áfram með liðið eftir tímabilið. Voru það mistök að tilkynna það þá?
„Nei það var ekkert annað sem kom til greina. Það var farið að spyrjast um í bænum að ég væri að fara flytja. Konan mín var í vinnu og var að sækja um aðra vinnu í Svíþjóð. Það var ekkert flókið, það vissu allir að ég væri að flytja til Svíþjóðar. Þannig að þá held ég að það sé einfaldast að láta alla vita hvernig í pottinn var brotið. Það var ekkert hægt að gera það öðruvísi því það vissu allir af þessu hvort eð er. En ef ég hefði mátt velja það þá hefði ég hinsvegar ekkert að fara með það neitt fyrr en að tímabilið var búið. Ég þurfti að setja húsið á sölu og svo framvegis. Þannig að ef ykkur vantar hús á Akureyri.."

Markmiðið fyrir mót var stærra en 4.sætið. Hvað gekk ekki?
„Já klárlega, engin spurning. Það var allskonar sem dundi á í sumar sem við sáum ekki fyrir. Við vorum í tómu basli með markmannstöðuna. Bryndís greyið var í tómum vandræðum, var bara meidd í allt sumar og á endaði á því að hætta bara út af því. "

Nánar er rætt við Donna í sjónarpinu að ofan um vonbrigðin í ár, síðustu þrjú tímabil, Mexíkóana, framtíðina hjá Þór/KA og framhaldið í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner