Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fös 20. september 2019 22:08
Hulda Mýrdal
Donni: Óendanlega mikið af allskonar
Kvenaboltinn
Donni stjórnaði sínum síðasta leik hjá Þór/KA í kvöld
Donni stjórnaði sínum síðasta leik hjá Þór/KA í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Donni þjálfari Þór/KA var ánægður eftir 1-0 sigur hjá sínu liði í kvöld. Donni var að stjórna sínum síðasta leik en hann hefur verið með Þór/KA í þrjú tímabil.

„Mér líður bara mjög vel. Ég er ánægður með þennan leik. Áttum að skora nokkur mörk í fyrri hálfleik, tvisvar í slá og tvisvar í stöng held ég án þess að það hafi farið inn. Ég held að það hafi aldrei gerst áður. En ég er ótrúlega glaður einsog ég segi að við skyldum halda hreinu og vinna leikinn. Ég er pínu hrærður. Mér finnst pínu svona skrítin tilfinning að ég sé ekki að fara vera með stelpunum lengur".

Hver tekur við? Hvernig gengur leitin af eftirmanni?
„Ég veit neitt um það. Skipti mér ekkert af því. Vonandi bara einhver stór góður því Þór/KA á það svo sannarlega skilið að fá góðan þjálfara fyrir þetta frábæra félagið. Stórkostlegt félag og sannur heiður og forréttindi að fá að vinna með þessum stelpum og öllum í kringum liðum."

Þegar það voru fjórir leikir eftir var tilkynnt í fjölmiðlum að Donni yrði ekki áfram með liðið eftir tímabilið. Voru það mistök að tilkynna það þá?
„Nei það var ekkert annað sem kom til greina. Það var farið að spyrjast um í bænum að ég væri að fara flytja. Konan mín var í vinnu og var að sækja um aðra vinnu í Svíþjóð. Það var ekkert flókið, það vissu allir að ég væri að flytja til Svíþjóðar. Þannig að þá held ég að það sé einfaldast að láta alla vita hvernig í pottinn var brotið. Það var ekkert hægt að gera það öðruvísi því það vissu allir af þessu hvort eð er. En ef ég hefði mátt velja það þá hefði ég hinsvegar ekkert að fara með það neitt fyrr en að tímabilið var búið. Ég þurfti að setja húsið á sölu og svo framvegis. Þannig að ef ykkur vantar hús á Akureyri.."

Markmiðið fyrir mót var stærra en 4.sætið. Hvað gekk ekki?
„Já klárlega, engin spurning. Það var allskonar sem dundi á í sumar sem við sáum ekki fyrir. Við vorum í tómu basli með markmannstöðuna. Bryndís greyið var í tómum vandræðum, var bara meidd í allt sumar og á endaði á því að hætta bara út af því. "

Nánar er rætt við Donna í sjónarpinu að ofan um vonbrigðin í ár, síðustu þrjú tímabil, Mexíkóana, framtíðina hjá Þór/KA og framhaldið í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner