Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   fös 20. september 2019 22:08
Hulda Mýrdal
Donni: Óendanlega mikið af allskonar
Kvenaboltinn
Donni stjórnaði sínum síðasta leik hjá Þór/KA í kvöld
Donni stjórnaði sínum síðasta leik hjá Þór/KA í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Donni þjálfari Þór/KA var ánægður eftir 1-0 sigur hjá sínu liði í kvöld. Donni var að stjórna sínum síðasta leik en hann hefur verið með Þór/KA í þrjú tímabil.

„Mér líður bara mjög vel. Ég er ánægður með þennan leik. Áttum að skora nokkur mörk í fyrri hálfleik, tvisvar í slá og tvisvar í stöng held ég án þess að það hafi farið inn. Ég held að það hafi aldrei gerst áður. En ég er ótrúlega glaður einsog ég segi að við skyldum halda hreinu og vinna leikinn. Ég er pínu hrærður. Mér finnst pínu svona skrítin tilfinning að ég sé ekki að fara vera með stelpunum lengur".

Hver tekur við? Hvernig gengur leitin af eftirmanni?
„Ég veit neitt um það. Skipti mér ekkert af því. Vonandi bara einhver stór góður því Þór/KA á það svo sannarlega skilið að fá góðan þjálfara fyrir þetta frábæra félagið. Stórkostlegt félag og sannur heiður og forréttindi að fá að vinna með þessum stelpum og öllum í kringum liðum."

Þegar það voru fjórir leikir eftir var tilkynnt í fjölmiðlum að Donni yrði ekki áfram með liðið eftir tímabilið. Voru það mistök að tilkynna það þá?
„Nei það var ekkert annað sem kom til greina. Það var farið að spyrjast um í bænum að ég væri að fara flytja. Konan mín var í vinnu og var að sækja um aðra vinnu í Svíþjóð. Það var ekkert flókið, það vissu allir að ég væri að flytja til Svíþjóðar. Þannig að þá held ég að það sé einfaldast að láta alla vita hvernig í pottinn var brotið. Það var ekkert hægt að gera það öðruvísi því það vissu allir af þessu hvort eð er. En ef ég hefði mátt velja það þá hefði ég hinsvegar ekkert að fara með það neitt fyrr en að tímabilið var búið. Ég þurfti að setja húsið á sölu og svo framvegis. Þannig að ef ykkur vantar hús á Akureyri.."

Markmiðið fyrir mót var stærra en 4.sætið. Hvað gekk ekki?
„Já klárlega, engin spurning. Það var allskonar sem dundi á í sumar sem við sáum ekki fyrir. Við vorum í tómu basli með markmannstöðuna. Bryndís greyið var í tómum vandræðum, var bara meidd í allt sumar og á endaði á því að hætta bara út af því. "

Nánar er rætt við Donna í sjónarpinu að ofan um vonbrigðin í ár, síðustu þrjú tímabil, Mexíkóana, framtíðina hjá Þór/KA og framhaldið í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner