Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 20. september 2021 22:12
Magnús Þór Jónsson
Þorvaldur: Hvíla Ragnar Reykás í Garðabænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson var yfirvegaður eftir 0-1 tap fyrir HK í leik kvöldsins, enda að litlu að keppa hjá Stjörnunni.

Við getum kannski sagt það, í fótbolta hefur maður auðvitað alltaf að einhverju að keppa en þeir eru ennþá í fallbáruttunni sem við sem betur for losnuðum við enda hópurinn orðinn þunnskipaður.

Það var eilítill haustbragur á leiknum.

Þetta var nú eiginlega bara meiri vetrarleikur! Það voru fleiri langir og diagonal boltar, það voru fleiri feilsendingar og færri færi, eiginlega engin færi. Þeir skora eitt mark sem hrekkur af okkar varnarmanni og eru enn með í baráttunni.

Stjarnan hefur átt erfitt sumar og umræðan verið eilítið mikið um þjálfarateymið. Erum við ekki að fara að horfa á kynslóðaskipti í Garðabænum eftir þetta tímabil?

Það er oft erfitt að taka þessar breytingar, það höfum við séð. Annar flokkurinn okkar er svona að klára það að verða Íslandsmeistarar, Veigar Páll hefur gert vel þar. Það er auðvitað ósk félagsins að nýta sem flesta úr sínu unglingastarfi og komið þeim upp. Það tekur tíma og getur verið sársaukafullt. Menn verða að vera hugrakkir og leyfa Ragnari Reykás að vera í hvíld.

Nánar er rætt við Þorvald í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner