Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   mið 20. september 2023 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta. 

Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Úr því sem komið var þá var fínt að tapa ekki leiknum þannig að með okkar markatölu þá ættum við að vera komnir langleiðina með þetta en það var samt smá bömmer að ná ekki að klára þetta í kvöld miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Í seinni hálfleik þá ætluðum við bara að taka þetta með annari og vorum ekki að fara í návígin okkar og einhvernveginn misstum dampinn og fengum á okkur tvö trúðamörk þannig að það var svona smá súrt bragð í munninum eins og staðan er núna en svo bara vaknar maður á morgun og þá erum við nokkurnveginn komnir með þetta." 

Þrátt fyrir að hafa misst niður tveggja marka forystu þá var Arnar ekki ósáttur með hugarfar sinna manna í síðari hálfleik.

„Nei alls ekki, þetta er bara svo mannlegt eðli að þú ert búin að tryggja þér titil á laugardaginn og fagna mjög mikið og svo kominn 2-0 yfir og leikurinn er frekar auðveldur þannig séð og við erum með allt undir control en þá bara gefur þú aðeins eftir í hausnum og fyrsta markið þeirra það var högg í andlitið og svo skora þeir nákvæmlega eins mark og fá sjálfstraust um að við séum svolítið off og þá ganga þeir svolítið á lagið en mér fannst við samt fá nægilega mikið af færum til þess að klára leikinn og mögulega fengu þeir einhver færi líka þannig að á endanum er þetta bara hið fínasta stig miðað við hvernig seinni hálfleikurinn var búin að þróast og þeir búnir að jafna í 2-2." 

Nánar rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner