Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 20. september 2023 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta. 

Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Úr því sem komið var þá var fínt að tapa ekki leiknum þannig að með okkar markatölu þá ættum við að vera komnir langleiðina með þetta en það var samt smá bömmer að ná ekki að klára þetta í kvöld miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Í seinni hálfleik þá ætluðum við bara að taka þetta með annari og vorum ekki að fara í návígin okkar og einhvernveginn misstum dampinn og fengum á okkur tvö trúðamörk þannig að það var svona smá súrt bragð í munninum eins og staðan er núna en svo bara vaknar maður á morgun og þá erum við nokkurnveginn komnir með þetta." 

Þrátt fyrir að hafa misst niður tveggja marka forystu þá var Arnar ekki ósáttur með hugarfar sinna manna í síðari hálfleik.

„Nei alls ekki, þetta er bara svo mannlegt eðli að þú ert búin að tryggja þér titil á laugardaginn og fagna mjög mikið og svo kominn 2-0 yfir og leikurinn er frekar auðveldur þannig séð og við erum með allt undir control en þá bara gefur þú aðeins eftir í hausnum og fyrsta markið þeirra það var högg í andlitið og svo skora þeir nákvæmlega eins mark og fá sjálfstraust um að við séum svolítið off og þá ganga þeir svolítið á lagið en mér fannst við samt fá nægilega mikið af færum til þess að klára leikinn og mögulega fengu þeir einhver færi líka þannig að á endanum er þetta bara hið fínasta stig miðað við hvernig seinni hálfleikurinn var búin að þróast og þeir búnir að jafna í 2-2." 

Nánar rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner