Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 20. september 2023 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta. 

Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Úr því sem komið var þá var fínt að tapa ekki leiknum þannig að með okkar markatölu þá ættum við að vera komnir langleiðina með þetta en það var samt smá bömmer að ná ekki að klára þetta í kvöld miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Í seinni hálfleik þá ætluðum við bara að taka þetta með annari og vorum ekki að fara í návígin okkar og einhvernveginn misstum dampinn og fengum á okkur tvö trúðamörk þannig að það var svona smá súrt bragð í munninum eins og staðan er núna en svo bara vaknar maður á morgun og þá erum við nokkurnveginn komnir með þetta." 

Þrátt fyrir að hafa misst niður tveggja marka forystu þá var Arnar ekki ósáttur með hugarfar sinna manna í síðari hálfleik.

„Nei alls ekki, þetta er bara svo mannlegt eðli að þú ert búin að tryggja þér titil á laugardaginn og fagna mjög mikið og svo kominn 2-0 yfir og leikurinn er frekar auðveldur þannig séð og við erum með allt undir control en þá bara gefur þú aðeins eftir í hausnum og fyrsta markið þeirra það var högg í andlitið og svo skora þeir nákvæmlega eins mark og fá sjálfstraust um að við séum svolítið off og þá ganga þeir svolítið á lagið en mér fannst við samt fá nægilega mikið af færum til þess að klára leikinn og mögulega fengu þeir einhver færi líka þannig að á endanum er þetta bara hið fínasta stig miðað við hvernig seinni hálfleikurinn var búin að þróast og þeir búnir að jafna í 2-2." 

Nánar rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner