Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 20. september 2023 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta. 

Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Úr því sem komið var þá var fínt að tapa ekki leiknum þannig að með okkar markatölu þá ættum við að vera komnir langleiðina með þetta en það var samt smá bömmer að ná ekki að klára þetta í kvöld miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Í seinni hálfleik þá ætluðum við bara að taka þetta með annari og vorum ekki að fara í návígin okkar og einhvernveginn misstum dampinn og fengum á okkur tvö trúðamörk þannig að það var svona smá súrt bragð í munninum eins og staðan er núna en svo bara vaknar maður á morgun og þá erum við nokkurnveginn komnir með þetta." 

Þrátt fyrir að hafa misst niður tveggja marka forystu þá var Arnar ekki ósáttur með hugarfar sinna manna í síðari hálfleik.

„Nei alls ekki, þetta er bara svo mannlegt eðli að þú ert búin að tryggja þér titil á laugardaginn og fagna mjög mikið og svo kominn 2-0 yfir og leikurinn er frekar auðveldur þannig séð og við erum með allt undir control en þá bara gefur þú aðeins eftir í hausnum og fyrsta markið þeirra það var högg í andlitið og svo skora þeir nákvæmlega eins mark og fá sjálfstraust um að við séum svolítið off og þá ganga þeir svolítið á lagið en mér fannst við samt fá nægilega mikið af færum til þess að klára leikinn og mögulega fengu þeir einhver færi líka þannig að á endanum er þetta bara hið fínasta stig miðað við hvernig seinni hálfleikurinn var búin að þróast og þeir búnir að jafna í 2-2." 

Nánar rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner