Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mið 20. september 2023 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Onana með klaufaleg mistök - Arsenal að ganga frá PSV
Bayern München er að vinna Manchester United, 2-0, í München í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, á meðan Arsenal er að vinna PSV, 3-0, á Emirates.

Leroy Sane og Serge Gnabry skoruðu mörk Bayern í fyrri hálfleiknum gegn United, en André Onana, markvörður United, leit illa út í fyrra markinu.

Sane lét þá vaða við vítateigslínuna og fór boltinn beint á Onana, sem varði boltann klaufalega í netið.

Gnabry skoraði þá síðara marki stuttu síðar með góðu skoti úr teignum.

Sjáðu mistökin hjá Onana
Sjáðu markið hjá Gnabry

Arsenal er þá að valta yfir PSV á Emirates, en staðan þar er 3-0 heimamönnum í vil.

Bukayo Saka, Leandro Trossard og Gabriel Jesus skoruðu mörk Arsenal, en þau má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Saka
Sjáðu markið hjá Trossard
Sjáðu markið hjá Jesus
Athugasemdir