Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 20. september 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA.
Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir er fyrirliði KA.
Ásgeir er fyrirliði KA.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við vitum öll hvernig þetta fór í fyrra. Núna ætlum við að koma og hefna fyrir það," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í gær.

Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur.

„Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni í klefanum í fyrra eftir leik. Hversu ömurlegt það var. Annars er þetta bara nýr leikur," segir Ásgeir.

Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Þá eru þeir á toppi Bestu deildarinnar sem stendur.

„Við erum búnir að funda slatta um þá og horfa á marga leiki. Það er alltaf séns hér og þar hjá þeim. Við náðum sigri á móti þeim nýlega og það hjálpar. Við sjáum hvað virkaði þar og getum tekið það með okkur í þennan leik."

Það yrði mjög stórt
Ásgeir hefur leikið með KA frá 2016 en það yrði ansi stórt ef liðið verður bikarmeistari á morgun.

„Það yrði mjög stórt. Við í félaginu höfum beðið lengi eftir titli. Við verðum að reyna að skrifa söguna og taka bikarinn með norður."

Það er meira undir fyrir KA þar sem liðið getur komist í Evrópukeppni með sigri. Víkingar eru nánast búnir að tryggja sig inn í Evrópu í gegnum deildina. KA getur ekki farið í Evrópukeppni í gegnum deildina, en bikarinn er þeirra síðasti séns. Ásgeir viðurkennir að tímabili yrði vonbrigði ef KA tekst ekki að vinna bikarinn.

„Já, ég myndi segja það. Við viljum vera í efri hlutanum að berjast um Evrópu. Við náum því ekki í gegnum deildina. Þetta er okkar síðasti séns til að gera gott úr þessu," segir hann.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner