Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fös 20. september 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA.
Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir er fyrirliði KA.
Ásgeir er fyrirliði KA.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við vitum öll hvernig þetta fór í fyrra. Núna ætlum við að koma og hefna fyrir það," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í gær.

Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur.

„Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni í klefanum í fyrra eftir leik. Hversu ömurlegt það var. Annars er þetta bara nýr leikur," segir Ásgeir.

Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Þá eru þeir á toppi Bestu deildarinnar sem stendur.

„Við erum búnir að funda slatta um þá og horfa á marga leiki. Það er alltaf séns hér og þar hjá þeim. Við náðum sigri á móti þeim nýlega og það hjálpar. Við sjáum hvað virkaði þar og getum tekið það með okkur í þennan leik."

Það yrði mjög stórt
Ásgeir hefur leikið með KA frá 2016 en það yrði ansi stórt ef liðið verður bikarmeistari á morgun.

„Það yrði mjög stórt. Við í félaginu höfum beðið lengi eftir titli. Við verðum að reyna að skrifa söguna og taka bikarinn með norður."

Það er meira undir fyrir KA þar sem liðið getur komist í Evrópukeppni með sigri. Víkingar eru nánast búnir að tryggja sig inn í Evrópu í gegnum deildina. KA getur ekki farið í Evrópukeppni í gegnum deildina, en bikarinn er þeirra síðasti séns. Ásgeir viðurkennir að tímabili yrði vonbrigði ef KA tekst ekki að vinna bikarinn.

„Já, ég myndi segja það. Við viljum vera í efri hlutanum að berjast um Evrópu. Við náum því ekki í gegnum deildina. Þetta er okkar síðasti séns til að gera gott úr þessu," segir hann.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner