De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 20. september 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA.
Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir er fyrirliði KA.
Ásgeir er fyrirliði KA.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við vitum öll hvernig þetta fór í fyrra. Núna ætlum við að koma og hefna fyrir það," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í gær.

Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur.

„Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni í klefanum í fyrra eftir leik. Hversu ömurlegt það var. Annars er þetta bara nýr leikur," segir Ásgeir.

Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Þá eru þeir á toppi Bestu deildarinnar sem stendur.

„Við erum búnir að funda slatta um þá og horfa á marga leiki. Það er alltaf séns hér og þar hjá þeim. Við náðum sigri á móti þeim nýlega og það hjálpar. Við sjáum hvað virkaði þar og getum tekið það með okkur í þennan leik."

Það yrði mjög stórt
Ásgeir hefur leikið með KA frá 2016 en það yrði ansi stórt ef liðið verður bikarmeistari á morgun.

„Það yrði mjög stórt. Við í félaginu höfum beðið lengi eftir titli. Við verðum að reyna að skrifa söguna og taka bikarinn með norður."

Það er meira undir fyrir KA þar sem liðið getur komist í Evrópukeppni með sigri. Víkingar eru nánast búnir að tryggja sig inn í Evrópu í gegnum deildina. KA getur ekki farið í Evrópukeppni í gegnum deildina, en bikarinn er þeirra síðasti séns. Ásgeir viðurkennir að tímabili yrði vonbrigði ef KA tekst ekki að vinna bikarinn.

„Já, ég myndi segja það. Við viljum vera í efri hlutanum að berjast um Evrópu. Við náum því ekki í gegnum deildina. Þetta er okkar síðasti séns til að gera gott úr þessu," segir hann.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner