Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fös 20. október 2017 08:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Sandra María: Bætti minn leik í Þýskalandi
Kvenaboltinn
Sandra María er ánægð með undirbúning íslenska liðsins fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi
Sandra María er ánægð með undirbúning íslenska liðsins fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi
Mynd: Anna Þonn
Landsliðskonan Sandra María Jessen er spennt fyrir að mæta Þýskalandi í undankeppni HM. Fótbolti.net náði tali af henni fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Brita-leikvanginum í gær.

„Ég er rosalega vel stemmd eins og allt liðið. Það er búið að ganga mjög vel. Hótelið og umgjörðin eru til fyrirmyndar. Það boðar gott fyrir morgundaginn.“

Íslenska liðið hefur æft og fundað síðan það lenti í Þýskalandi á mánudag.

„Þetta er að sjálfsögðu rosalega mikið af upplýsingum en það þarf að gera þetta svona til að greina góð knattspyrnulið. Við erum búin að gera allt sem að við getum gert til að undirbúa okkur vel fyrir leikinn. Við erum búin að æfa vel og næra okkur vel. Þjálfararnir og teymið í kringum liðið er búið að sjá rosalega vel um okkur og greina andstæðingana. Ég held að þetta sé allt klárt,“ sagði Sandra María sem þekkir til í Þýskalandi eftir að leikið með Bayern Leverkusen vorið 2016.

„Það var rosalega skemmtileg upplifun. Það var í fyrsta skipti sem að ég spila einhvers staðar annarsstaðar en í mínu liði, Þór/KA. Það var reynsla og upplifun fyrir mig. Kannski svolítið öðruvísi. Þetta er náttúrulega þjóð sem leggur mikið upp úr því að æfa stíft og hart og mikið. Ég fann það að ég bætti minn leik á þessum mánuðum sem að ég var hjá þeim. Þetta er klárlega góð fótboltaþjóð og ég er rosalega stolt af þeirri reynslu sem að ég fékk í Þýskalandi.“

Nánar er rætt við Söndru Maríu í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir