Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 20. október 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Valencia í miklu basli: Markmiðið að halda okkur uppi
Spænska félagið Valencia er í miklu basli og eru stuðningsmenn brjálaðir út í eigandann Peter Lim.

Lim er viðskiptajöfur frá Singapúr og hefur verið eigandi Valencia í sex ár. Félaginu gekk vel eftir að Marcelino var ráðinn en honum lenti upp á kant við Lim og var rekinn í september í fyrra.

Lim virðist vera búinn að gefast upp á félaginu og hefur verið að selja lykilmenn undanfarna félagaskiptaglugga. Stuðningsmenn eru brjálaðir út í hann fyrir ýmsa hluti, meðal annars meðhöndlunina á miðjumanninum Dani Parejo sem hann ýtti frá félaginu á frjálsri sölu. Hann er álitinn með betri miðjumönnum spænsku deildarinnar og er í dag lykilmaður hjá Villarreal.

Það sem lýsir ástandinu hjá Valencia best er viðtal við ónefndan leikmann Valencia sem er birt í Marca.

„Þetta er ekki hægt lengur. Markmiðið okkar er að halda okkur uppi. Við grínumst ekki lengur með að markmið tímabilsins sé að safna 42 stigum til að forðast fall því nú er það blákaldur raunveruleikinn."

Javi Gracia, fyrrum stjóri Watford, er við stjórnvölinn hjá Valencia.

Valencia er með sjö stig eftir sex fyrsu leiki tímabilsins.
Athugasemdir
banner