Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 20. október 2021 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Daka með sýningu í sjö marka leik
Patson Daka
Patson Daka
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spartak 3 - 4 Leicester City
1-0 Aleksandr Sobolev ('11 )
2-0 Jordan Larsson ('44 )
2-1 Patson Daka ('45 )
2-2 Patson Daka ('48 )
2-3 Patson Daka ('54 )
2-4 Patson Daka ('79 )
3-4 Aleksandr Sobolev ('86 )

Leicester vann sinn fyrsta sigur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á þessari leiktíð þegar liðið heimsótti Spartak í Moskvu.

Rússneska liðið komst í 2-0 áður en Patson Daka, framherjinn sem Leicester keypti frá RB Salzburg fyrir tímabilið, tók yfir og skoraði næstu fjögur mörk. Kelechi Iheanacho lagði upp fyrstu tvö mörk Daka, Youri Tielemans lagði upp þriðja markið og James Maddison það fjórða.

Alexander Sobolev minnkaði muninn fyrir Spartak á 86. mínútu. Hann skoraði þar sitt annað mark og var það Victor Moses sem lagði upp markið, hans önnur stoðsending í leiknum.

Legia er í toppsæti C-riðils með sex stig eftir tvo leiki, Leicester er með fjögur stig eftir þrjá leiki, Spartak er með þrjú stig eftir þrjá leiki og Napoli er með eitt stig eftir tvo leiki. Napoli tekur á móti Legia á morgun.

Byrjunarlið Leicester í leiknum:
Schmeichel, Amartey, Evans, Soyuncu, Pereira, Soumare, Tielemans, Maddison, Thomas, Iheanacho, Daka.
Athugasemdir
banner
banner