fös 20. nóvember 2020 19:00
Aksentije Milisic
Vidic lætur serbneska knattspyrnusambandið heyra það: Skammist ykkar!
Vidic í leik með landsliðinu á HM.
Vidic í leik með landsliðinu á HM.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nemanja Vidic, fyrrverandi leikmaður Manchester United og serbneska landsliðsins, skrifaði bréf þar sem hann lætur serbneska knattspyrnusambandið heyra það en sambandið hefur lengi þótt umdeilt.

Mikil ólga hefur verið í kringum serbneska landsliðið í langan tíma og margar stórfurðulegar ákvarðanir verið teknar sem menn hafa undrað sig á. Þar eru yfirmenn sambandsins og umboðsmenn þeirra sakaðir um að eyðileggja landsliðið í áratugi og allt fyrir sinn eigin hagnað.

Líkt og Ísland, þá tapaði liðið úrslitaleik um að komast á EM á næsta ári þegar Skotar komu í heimsókn og sigruðu í vítaspyrnukeppni. Nú hefur Vidic stigið fram og látið sambandið heyra það og sagt mönnum þar að skammast sín.

„Nú er nóg! Ég þarf að segja það sem mér liggur á hjarta og deila mínum skoðunum með almenningi. Kerfið er ónýtt og skammvinnt. Það býr til leikmenn og þjálfara einungis til styttri tíma. Allt kerfið vinnur í þágu umboðsmanna og yfirmanna, ekki fótboltans. Þetta leyfir fólki með umdeildan bakgrunn að stjórna og græða pening fyrir sig. Kerfi sem rekur þjálfara sem kemur liðinu á Heimsmeistaramótið? Þessi vinnubrögð byrja hjá yngri flokkunum. Þau kenna börnum að leiðin að árangri fer eftir því hvaða umboðsmann þú ert með og tengist ekki fótbolta eða persónulegs eðlis. Gæði er ekki mælikvarðinn. Þetta hefur verið í gangi í langan tíma," sagði Vidic.

Þegar leikmaður kemur inn í aðalliðið hefur hann lært nákvæmlega andstæðuna við það sem hann átti að læra. Sem er að skapa tilfinningu og virðingu fyrir treyjunni sem hann klæðist. Aðeins þegar þetta breytist þá mun hver leikmaður berjast fyrir að spila fyrir landsliðið okkar.
Á síðustu 20 árum hefur enginn af þjálfurunum verið nógu góður, ekki einu sinni þeir sem komu liðinu á stórmót. En kerfið er samt gott! Svo úr hvaða kerfi kom þetta fólk? Skammist ykkar!"


Nemanja Matic, leikmaður Manchester United, tjáði sig stuttlega um bréfið hjá Vidic á Twitter.

„Bréfið frá Nemanja Vidic til knattspyrnusambandsins og stöðunni í serbneskum fótbolta er stórt og alvarlegt mál. Þess vegna mun ég segja frá afstöðu minni í þessu máli í næstu viku."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner