Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. nóvember 2022 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttulandsleikir: Austurríki skellti Ítalíu - Hamsik kvaddi Slóvakíu
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA

Það voru þónokkrir vináttulandsleikir sem fóru fram í dag og áhugaverð úrslit sem litu dagsins ljós.


Alexander Sörloth gerði eina mark Noregs í 1-1 jafntefli gegn nágrönnunum frá Finnlandi. Finnar komust yfir í fyrri hálfleik en Sorloth jafnaði í upphafi síðari hálfleiks. 

Norðmönnum tókst ekki að gera sigurmark þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum.

David Alaba skoraði stórbrotið mark beint úr aukaspyrnu í fræknum 2-0 sigri Austurríkis gegn Ítalíu. Leikurinn var opinn og fjörugur þar sem bæði lið fengu mikið af góðum færum.

Færanýtingin var ekki uppá marga fiska og þá sérstaklega hjá Giacomo Raspadori og félögum frá Ítalíu.

Marek Hamsik lagði þá landsliðsskóna á hilluna í markalausu jafntefli Slóvakíu gegn Síle.

Noregur 1 - 1 Finnland
0-1 B. Kallman ('32)
1-1 Alexander Sörloth ('46)

Austurríki 2 - 0 Ítalía
1-0 Xaver Schlager ('6)
2-0 David Alaba ('35)

Slóvakía 0 - 0 Síle

Benjamin Sesko lagði upp eina mark leiksins í sigri Slóveníu gegn Svartfjallalandi á meðan Kýpur lagði Ísrael að velli í fjörugum fimm marka leik.

Callum Robinson, leikmaður Cardiff, gerði eina markið í sigri Írlands á Möltu á meðan Ungverjar þurftu sigurmark í uppbótartíma til að sigrast á þrjóskum Grikkjum.

Davinson Sanchez og Radamel Falcao skoruðu í sigri Kólumbíu gegn Paragvæ og þá setti Rúmenía fimm mörk gegn Moldóvu.

Slóvenía 1 - 0 Svartfjallaland

Ísrael 2 - 3 Kýpur 

Malta 0 - 1 Írland

Ungverjaland 2 - 1 Grikkland

Kólumbía 2 - 0 Paragvæ

Moldóva 0 - 5 Rúmenía

Óman 2 - 0 Hvíta-Rússland

Lúxemborg 0 - 0 Búlgaría

Venesúela 2 - 1 Sýrland

Perú 1 - 0 Bólivía

Gvatemala 3 - 1 Níkaragva


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner