Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 21. janúar 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjartsýnistilraun Barcelona - Vilja Aubameyang á láni
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Barcelona, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, hefur áhuga á því að fá Pierre-Emerick Aubameyang á láni frá Arsenal. Charles Watts og Ignasi Oliva segja frá þessu fyrir Goal.com.

Barcelona hefur í dágóðan tíma verið orðað við fyrirliða Arsenal, sem á núna 18 mánuði eftir af samningi sínum í London.

Goal segist geta staðfest að það sé í forgangi hjá Barcelona að fá Aubameyang áður en þessi mánuður klárast. Það hafi verið komist að samkomulagi eftir viðræður í gærkvöldi að félagið verði að fá inn sóknarmann vegna meiðsla Luis Suarez.

Suarez fór í aðgerð á hné fyrr í mánuðinum og verður frá í fjóra mánuði.

Börsungar vonast til að geta sannfært Arsenal um að lána Aubameyang í sex mánuði. Félagið ætlar sér svo að kaupa Lautaro Martinez frá Inter næsta sumar.

Það þykir hins vegar mjög, mjög ólíklegt að Arsenal muni lána sinn markahæsta leikmann, sem er þar að auki fyrirliði liðsins.

Aubameyang sló nýlega á sögusagnir um að hann vilji fara frá Arsenal. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði þá fyrr í mánuðinum: „Ég hugsa ekki einu sinni um möguleikann á að selja Auba. Ég vil hafa hann hér."
Athugasemdir
banner
banner