Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 21. janúar 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cavani og Vecino til Man Utd?
Powerade
Matias Vecino
Matias Vecino
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðrið þennan þriðjudaginn er tekið saman af BBC.



Inter Milan ætlar að bjóða Tottenham 12,8 milljónir punda auk árangurstengdra greiðslna til að landa Christian Eriksen (27) í þessum mánuði. (Guardian)

Tottenham vill fá 17 milljónir fyrir danska miðjumanninn. (Mail)

Manchester United er að undirbúa 43 milljóna punda tilboð í Moussa Dembele. Franski framherjinn er á mála hjá Lyon. (MEN)

Timo Werner (23) vill fara til Liverpool ef hann fer frá RB Leipzig. Framherjinn vill fara í ensku úrvalsdeildina. (Bild)

Manchester United mun þurf að punga út góðri summu til að fá Edinson Cavani (32) frá PSG í þessum mánuði. (MEN)

Emanuel Ferro aðstoðarþjálfari Sporting segir minni líkur en meiri að Bruno Fernandes (25) fari frá Sporting til Manchester United í þessum féalgaskiptaglugga. (A Bola)

Manchester United undirbýr tilboð í Matias Vecino (28) miðjumann Inter. (Sky Italy)

Crystal Palace hefur fengið þau svör frá Wilfried Zaha að hann sé tilbúinn að klára leiktíðina hjá félaginu. (Mail)

Pep Guardiola vill losna við enska deildabikarinn til að minnka leikjaálag. (Guardian)

Staða Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United er örugg þó liðið komist ekki í Evrópukeppni. (Sun)

Everton hefur neitað tveimur tilboðum í Mason Holgate (23) en Sheffield United, Newcastle og Bournemouth hafa öll áhuga. (Football Insider)

Tottenham udirbýr tilboð í Jack O'Connell (25) varnarmann Sheffield United. (Star)

Newcastle vill fá Jarrod Bowen, framherja Hull og Valentino Lazaro (23) vængmann Inter. (Newcastle Chronicle)

Bournemouth hefur áhuga á Jacob Bruun Larsen (21) vængmanni Dortmund. (Daily Echo)

Dani Olmo (21) miðjumaður Dinamo Zagreb er skotmark Wolves. Hann er talinn kosta ríflega 20 milljónir punda. (Sportske Novosti)
Athugasemdir
banner
banner