Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. janúar 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Antonio borgar háa tryggingu eftir árekstur sem snjókall
Mynd: Getty Images
Michail Antonio, framherji West Ham, borgar dýrari tryggingu fyrir bifreið sína en gengur og gerist.

Antonio vakti athygli á jólunum 2019 þegar hann keyrði inn í garð við heimili fólks en hann var klæddur í búning eins og snjókall þegar atvikið átti sér stað.

Antonio var ekki undir áhrifum áfengis en atvikið fékk mikla athygli í Englandi. Í kjölfarið varð erfitt fyrir Antonio að fá tryggingu fyrir bifreið sína.

Antonio greindi frá því í vikunni að hann greiði nú 20 þúsund pund á ári eða 3,5 milljónir króna til að tryggja Mercedes G63 bifreið sína.

„Enginn vildi tryggja mig. Ég þurfti að ræða við sérstakt tryggingafélag og gjaldið á þessu ári er brjálæði," sagði Antonio.

Athugasemdir
banner
banner
banner