Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   þri 21. janúar 2025 09:45
Elvar Geir Magnússon
Endalaus hegðunarvandamál hjá Úlfunum
Wolves tapaði fyrir Chelsea 3-1 í gær og er markatölunni frá því að vera í fallsæti. Vitor Pereira, stjóri Wolves, gagnrýndi hegðun stjörnuleikmannsins Matheus Cunha eftir leikinn.

Cunha fór beint inn í klefa eftir lokaflaut, án þess að þakka stuðningsmönnum Wolves sem ferðuðust í leikinn.

„Hann er fyrirliði liðsins. Hann vill vinna og eðlilegt að hann sé pirraður, en það vilja allir í klefanum vinna. Ég var ekki hrifinn af líkamstjáningu hans og hegðun. Ég vil að fyrirliðinn hjálpi liðinu að hlaupa, þjást og berjast sem ein heild. Ég skal sýna honum skilning núna, en ég mun ekki gera það aftur," sagði Pereira.

Cunha hefur skorað tíu deildarmörk fyrir Wolves á tímabilinu en hann var nýlega dæmur í tveggja leikja bann og sektaður fyrir hegðun sína eftir tapleik gegn Ipswich í desember. Hann lenti þá í handalögmálum við aðila í starfsliði Ipswich og hrifsaði gleraugun af honum.

Eftir þann leik var Gary O'Neil rekinn og Pereira ráðinn í hans stað.

Lemina mun ekki spila á meðan glugginn er opinn
Pereira sagði þá einnig að Mario Lemina myndi ekki spila fyrir Wolves á meðan glugginn væri opinn. Lemina vill yfirgefa félagið og bað um að vera ekki í hóp í 3-0 tapi gegn Newcastle þann 15. janúar.

Hann hefur síðan beðið Pereira og samherja sína afsökunar og sagst tilbúinn að leggja sig allan fram fyrir liðið þar til lausn finnist á hans stöðu.

„Í mínum huga kemur hann ekki til greina á meðan glugginn er opinn. Þegar glugginn er lokaður þá sjáum við hvort hann er minn leikmaður. Ef hann verður áfram þá er það vandamál sem ég leysi því hann er góður leikmaður, ef hann verður farinn þá er hann ekki mitt vandamál."

„Ég vil ekki leikmann sem er með efasemdir. Ég get ekki spilað á leikmanni sem er með efasemdir. Ég vil leikmenn sem eru með af heilum hug. Hann er að æfa en hugarfarið er ekki rétt því hann vill enn fara," segir Pereira en gluggadagurinn verður mánudaginn 3. febrúar.

Lemina var gerður að fyrirliða Wolves fyrir tímabilið en bandið var tekið af honum eftir að hann missti stjórn á skapi sínu eftir 2-1 tap gegn West Ham.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner