Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   fös 21. febrúar 2020 21:26
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Samúel Kári spilaði í tapi gegn Bayern
FC Bayern 3 - 2 Paderborn
1-0 Serge Gnabry ('25)
1-1 Dennis Srbeny ('44)
2-1 Robert Lewandowski ('70)
2-2 Sven Michel ('75)
3-2 Robert Lewandowski ('88)

Samúel Kári Friðjónsson spilaði sinn fyrsta leik í þýsku deildinni er nýliðar Paderborn töpuðu fyrir toppliði FC Bayern.

Serge Gnabry gerði fyrsta mark leiksins fyrir heimamenn en Dennis Srbeny jafnaði fyrir leikhlé. Jöfnunarmark Srbeny kom eftir skelfileg mistök Manuel Neuer sem óð úr vítateignum og missti boltann í gegnum klofið.

Robert Lewandowski skoraði eftir varnarmistök í síðari hálfleik en Sven Michel jafnaði skömmu síðan og staðan 2-2 þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma. Samúel Kári kom inn skömmu eftir jöfnunarmarkið, eða á 81. mínútu leiksins.

Heimamenn sóttu án afláts á lokakaflanum og virtist vörn gestanna ætla að halda, allt þar til Lewandowski skoraði eftir frábæra lága fyrirgjöf frá Gnabry.

Þetta reyndist sigurmarkið og geta Lewandowski og Gnabry farið sáttir heim. Lewandowski skoraði tvennu á meðan Gnabry skoraði eitt og lagði hin tvö upp.

Lewandowski er markahæstur í deildinni með 25 mörk eftir 23 umferðir. Timo Werner er í öðru sæti með 20 mörk. Jadon Sancho kemur í þriðja með 13 mörk.

Bayern er með fjögurra stiga forystu á toppinum en Leipzig sem er í öðru sæti á leik til góða. Staða Samúels Kára og félaga er afar slæm, liðið er sex stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner