Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. febrúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Samúel Kári kíkir til München
Þýska helgin fer af stað strax í kvöld þegar FC Bayern tekur á móti nýliðum Paderborn. Bayern trónir á toppi deildarinnar með eins stigs forskot á RB Leipzig.

Paderborn situr á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti, og er Samúel Kári Friðjónsson meðal leikmanna liðsins. Hann var keyptur í janúar en hefur ekki enn fengið tækifæri með aðalliðinu.

Erling Braut Haaland hefur farið gífurlega vel af stað hjá Borussia Dortmund og skoraði hann bæði mörkin í 2-1 sigri gegn PSG í vikunni. Dortmund heimsækir Werder Bremen á morgun og þarf sigur í titilbaráttunni, liðið er fjórum stigum frá toppsætinu.

Borussia Mönchengladbach fær þá Hoffenheim í heimsókn í Evrópuslag áður en Schalke og RB Leipzig mætast í síðasta leik laugardagsins.

Leipzig er í öðru sæti, einu stigi eftir Bayern, og ríkir góður mórall í hópnum eftir góðan sigur á útivelli gegn Tottenham í vikunni. Schalke er í Evrópubaráttunni.

Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg heimsækja Bayer Leverkusen á sunnudaginn. Alfreð er kominn úr meiðslum og hefur byrjað síðustu tvo leiki Augsburg, sem siglir lygnan sjó um miðja deild.

Wolfsburg mætir svo Mainz á sunnudaginn en síðasti leikur umferðarinnar fer fram á mánudaginn, þegar Eintracht Frankfurt tekur á móti nýliðum Union Berlin.

Föstudagur:
19:30 FC Bayern - Paderborn

Laugardagur:
14:30 Hertha Berlin - Köln
14:30 Werder Bremen - Dortmund
14:30 Gladbach - Hoffenheim
14:30 Freiburg - Dusseldorf
17:30 Schalke - RB Leipzig

Sunnudagur:
14:30 Leverkusen - Augsburg
17:00 Wolfsburg - Mainz

Mánudagur:
19:30 Frankfurt - Union Berlin
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
5 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
6 Stuttgart 10 6 1 3 16 12 +4 19
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 2 6 14 23 -9 8
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner